Kennarar farnir að segja upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2016 18:30 Uppsagnir grunnskólakennara vegna kjaradeilu þeirra og sveitarfélaganna hafa þegar borist Reykjavíkurborg. Í einum skóla hafa þrír kennarar sagt upp. Formaður Félags grunnskólakennara segir kennurum raunverulega nóg boðið og næga vinnu að fá annars staðar. Mikil ólga er meðal grunnskólakennara vegna stöðunnar í kjaradeilu þeirra og sveitarfélaganna. Þeir hafa verið kjarasamningslausir síðan í vor og hafa fellt tvo kjarasamninga, þann síðari í haust. Síðan þá hafa samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna unnið að lausn deilunnar. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir deiluna snúast um laun og vinnutíma „Þetta eru þessi tvö stóru erfiðu mál sem bæði hefur reynst erfitt að fá gott samtal um en ekki hægt að neita því að á síðust vikum, það er að segja varðandi vinnutímamálin, það hefur þokast svolítið í umræðunni við sveitarfélögin um það en launamálin eru auðvitað föst,“ segir Ólafur. Hann segir ákvörðun kjararáðs, sem greint var frá í byrjun vikunnar, um að hækka laun ráðamanna hafa farið illa í kennara. „Hvernig þetta er gert, á hvaða tíma og með hvaða hætti er algjörlega óásættanlegt fyrir alla. Þrjú hundruð þúsund krónur er meira heldur en margur kennarinn fær útborgað eftir skatt,“ segir Ólafur Kennarar um allt land hafa sent frá sér ályktanir á síðustu dögum vegna stöðunnar í kjaradeilunni og sumir þeirra íhuga að segja upp. Ólafur segist vita til þess að kennarar hafi sagt upp vegna kjaradeilunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að uppsagnir hafi þegar borist frá kennurum. Þrjár uppsagnir hafi borist úr einum skóla í borginni. Hugsanlega hafi fleiri uppsagnarbréf borist skólastjórnendum en upplýsingar um það liggja ekki fyrir. Þá segir hann uppsagnir alltaf áhyggjuefni. Ólafur óttast þau áhrif sem uppsagnir kennara kunna að hafa. „Fólki er raunverulega, algjörlega nóg boðið. Það er nóga vinnu að hafa,“ segir Ólafur. „Þetta er á sama tíma og okkur berast upplýsingar um það að það fækki í náminu og ef að þeir sem að eru þó enn þá á vettvangi eru að fara þá er náttúrulega staðan mjög alvarleg,“ segir Ólafur. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Uppsagnir grunnskólakennara vegna kjaradeilu þeirra og sveitarfélaganna hafa þegar borist Reykjavíkurborg. Í einum skóla hafa þrír kennarar sagt upp. Formaður Félags grunnskólakennara segir kennurum raunverulega nóg boðið og næga vinnu að fá annars staðar. Mikil ólga er meðal grunnskólakennara vegna stöðunnar í kjaradeilu þeirra og sveitarfélaganna. Þeir hafa verið kjarasamningslausir síðan í vor og hafa fellt tvo kjarasamninga, þann síðari í haust. Síðan þá hafa samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna unnið að lausn deilunnar. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir deiluna snúast um laun og vinnutíma „Þetta eru þessi tvö stóru erfiðu mál sem bæði hefur reynst erfitt að fá gott samtal um en ekki hægt að neita því að á síðust vikum, það er að segja varðandi vinnutímamálin, það hefur þokast svolítið í umræðunni við sveitarfélögin um það en launamálin eru auðvitað föst,“ segir Ólafur. Hann segir ákvörðun kjararáðs, sem greint var frá í byrjun vikunnar, um að hækka laun ráðamanna hafa farið illa í kennara. „Hvernig þetta er gert, á hvaða tíma og með hvaða hætti er algjörlega óásættanlegt fyrir alla. Þrjú hundruð þúsund krónur er meira heldur en margur kennarinn fær útborgað eftir skatt,“ segir Ólafur Kennarar um allt land hafa sent frá sér ályktanir á síðustu dögum vegna stöðunnar í kjaradeilunni og sumir þeirra íhuga að segja upp. Ólafur segist vita til þess að kennarar hafi sagt upp vegna kjaradeilunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að uppsagnir hafi þegar borist frá kennurum. Þrjár uppsagnir hafi borist úr einum skóla í borginni. Hugsanlega hafi fleiri uppsagnarbréf borist skólastjórnendum en upplýsingar um það liggja ekki fyrir. Þá segir hann uppsagnir alltaf áhyggjuefni. Ólafur óttast þau áhrif sem uppsagnir kennara kunna að hafa. „Fólki er raunverulega, algjörlega nóg boðið. Það er nóga vinnu að hafa,“ segir Ólafur. „Þetta er á sama tíma og okkur berast upplýsingar um það að það fækki í náminu og ef að þeir sem að eru þó enn þá á vettvangi eru að fara þá er náttúrulega staðan mjög alvarleg,“ segir Ólafur.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira