Skemmtiferðaskip streyma á Siglufjörð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Ólafur Haukur Kárason, formaður hafnarstjórnar Fjallabyggðar. Mynd/Baldi Kára „Þetta er allt á mikilli uppleið,“ segir Ólafur Haukur Kárason, formaður hafnarstjórnar Fjallabyggðar, sem fagnaði á síðasta fundi sínum mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa sem koma til Siglufjarðar. Þegar hafa 33 skemmtiferðaskip bókað sig til Siglufjarðar næsta sumar. Ólafur segir að undanfarin ár hafi um tuttugu skip komið þangað árlega. Í ár voru þau þó aðeins fjórtán enda miklar hafnarframkvæmdir í gangi. „Við höfum verið að bæta aðstöðuna til að taka á móti svona stórum skipum og það er strax farið að skila sér í bókunum,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs koma skemmtiferðaskipin yfirleitt snemma að morgni til Siglufjarðar og láta síðan úr höfn síðdegis. „Þetta er yfirleitt samtvinnað Síldarminjasafninu og sýningu þar. Þetta er samstarf allra þjónustuaðila í bænum,“ segir hann. Skemmtiferðaskipin eru mikil innspýting fyrir Siglufjörð. „Og hún mun bara aukast,,“ segir Ólafur. Um fimm þúsund manns koma með skemmtiferðaskipum til Siglufjarðar næsta sumar miðað við bókanir sem þegar eru komnar. Enn sem komið er hafa þetta verið skip af minni gerðinni en það er að breytast. „Þetta hafa ekki verið allra stærstu skipin en við erum farin að sjá þau bóka sig fyrir 2018. Það eru allt að tvö hundruð metra skip sem geta komið þá,“ upplýsir Ólafur. Bæjarbúar séu vanir að taka á móti miklum fjölda og geti vel tekið á móti skipum með yfir eitt þúsund farþega. Aðspurður segir Ólafur farþega skemmtiferðaskipanna vera mjög ánægða með heimsókn á Siglufjörð. „Enda eru þessir aðilar sem reka þessi skip búnir að kynna sér allt, þeir eru ekkert að senda hingað farþega nema vegna þess að þeir vita að hér eru innviðirnir í lagi til að taka á móti fólki.“ Farþegarnir sem koma í land fara á veitingastaði og versla í bænum. „Svo fara þeir í fjallgöngu eða í aðra afþreyingu sem er í boði,“ segir Ólafur, sem kveður þjónustustigið í sveitarfélaginu afar hátt miðað við að þar búi aðeins rúmlega 2.100 manns. „Það eru milli tíu og fimmtán veitingastaðir og annað eins af vínveitingastöðum.“ Ólafur segir ferðamönnum almennt hafa fjölgað gríðarlega í Fjallabyggð, bæði á Siglufirði og á Ólafsfirði. Þar hafi Héðinsfjarðargöngin skipt höfuðmáli. „Sú aðgerð er búin að sanna sig og við erum búnir að snúa vörn í sókn.“ Þess má geta að áætlað er að meira en 50 skemmtiferðaskip komi til Vestmannaeyja næsta sumar. „Ljóst er að vandamál geta skapast í starfsemi hafnarinnar þegar fjöldi skemmtiferðaskipa er orðinn slíkur sem stefnir í,“ bókaði bæjarráð Vestmannaeyja eftir kynningu frá hafnsögumanni bæjarins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Þetta er allt á mikilli uppleið,“ segir Ólafur Haukur Kárason, formaður hafnarstjórnar Fjallabyggðar, sem fagnaði á síðasta fundi sínum mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa sem koma til Siglufjarðar. Þegar hafa 33 skemmtiferðaskip bókað sig til Siglufjarðar næsta sumar. Ólafur segir að undanfarin ár hafi um tuttugu skip komið þangað árlega. Í ár voru þau þó aðeins fjórtán enda miklar hafnarframkvæmdir í gangi. „Við höfum verið að bæta aðstöðuna til að taka á móti svona stórum skipum og það er strax farið að skila sér í bókunum,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs koma skemmtiferðaskipin yfirleitt snemma að morgni til Siglufjarðar og láta síðan úr höfn síðdegis. „Þetta er yfirleitt samtvinnað Síldarminjasafninu og sýningu þar. Þetta er samstarf allra þjónustuaðila í bænum,“ segir hann. Skemmtiferðaskipin eru mikil innspýting fyrir Siglufjörð. „Og hún mun bara aukast,,“ segir Ólafur. Um fimm þúsund manns koma með skemmtiferðaskipum til Siglufjarðar næsta sumar miðað við bókanir sem þegar eru komnar. Enn sem komið er hafa þetta verið skip af minni gerðinni en það er að breytast. „Þetta hafa ekki verið allra stærstu skipin en við erum farin að sjá þau bóka sig fyrir 2018. Það eru allt að tvö hundruð metra skip sem geta komið þá,“ upplýsir Ólafur. Bæjarbúar séu vanir að taka á móti miklum fjölda og geti vel tekið á móti skipum með yfir eitt þúsund farþega. Aðspurður segir Ólafur farþega skemmtiferðaskipanna vera mjög ánægða með heimsókn á Siglufjörð. „Enda eru þessir aðilar sem reka þessi skip búnir að kynna sér allt, þeir eru ekkert að senda hingað farþega nema vegna þess að þeir vita að hér eru innviðirnir í lagi til að taka á móti fólki.“ Farþegarnir sem koma í land fara á veitingastaði og versla í bænum. „Svo fara þeir í fjallgöngu eða í aðra afþreyingu sem er í boði,“ segir Ólafur, sem kveður þjónustustigið í sveitarfélaginu afar hátt miðað við að þar búi aðeins rúmlega 2.100 manns. „Það eru milli tíu og fimmtán veitingastaðir og annað eins af vínveitingastöðum.“ Ólafur segir ferðamönnum almennt hafa fjölgað gríðarlega í Fjallabyggð, bæði á Siglufirði og á Ólafsfirði. Þar hafi Héðinsfjarðargöngin skipt höfuðmáli. „Sú aðgerð er búin að sanna sig og við erum búnir að snúa vörn í sókn.“ Þess má geta að áætlað er að meira en 50 skemmtiferðaskip komi til Vestmannaeyja næsta sumar. „Ljóst er að vandamál geta skapast í starfsemi hafnarinnar þegar fjöldi skemmtiferðaskipa er orðinn slíkur sem stefnir í,“ bókaði bæjarráð Vestmannaeyja eftir kynningu frá hafnsögumanni bæjarins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira