„Þetta eru vandamál sem enginn hefur þorað að tala um“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 19:30 „Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um", segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart. Í skýslunni segir meðal annars að í Efra-Breiðholti búi börn sem sum hver hafa fengið fátækt og félagslega einangrun í arf, börn sem missa heilu veturna úr grunnskóla og eiga erfitt með að fóta sig í kerfinu. „Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart. Þetta er bara staðreynd og raunveruleiki sem við búum við. Við þurfum bara að takast á við hann," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt. Snorri Freyr Vignisson, sem situr í ungmennaráði Breiðholts, tekur í sama sama streng. „Þetta kemur mér ekki á óvart og í raun er bara frekar fúlt að það komi upp óp og að fólk sé hissa. Þetta er vandamál sem er búið að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um," segir hann. Félagsleg einangrun barnanna sem fjallað er um í skýrslunni er sérstaklega sláandi að mati bæði Jóhönnu og Snorra. „Að það séu börn hérna í hverfinu sem geta ekki stundað nám af því að þau eiga ekki samstað í skóla eða frístund. Að setja sig í spor þessara foreldra er hrikalegt. Að ímynda sér það að barninu sínu líði það illa í skólanum að það geti ekki verið þar, við myndum aldrei sætta okkur við það og það ætti enginn að gera það. Fjárhagslegur hluti skýrslunnar hefur fengið miklu þyngra vægi en andleg og félagsleg staða þessa fólks," segir Jóhanna. Ungmennaráð Breiðholts stendur nú að verkefni þar sem börn hjálpa samnemendum sínum af erlendum uppruna að aðlagast hér á landi. Snorri gekk sjálfur í grunnskóla í Breiðholti. „Mér finnst að grunnskólar í Breiðholti mættu taka það til sín að það eru alltof mikið af börnum sem eru ekki að ná að mynda tengsl við samnemendur sína útaf tungumálaerfiðleikum og menningarlegum erfiðleikum. Það er eitt vandamál sem þarf að taka tillit til og fagna fjölbreytileikanum. Halda upp á hátíðir annarra og tungumál þeirra," segir Snorri. „Þessi skýrsla er í sjálfu sér neikvæð en við getum líka litið á þetta sem jákvætt tækifæri til að styrkja okkur sem samfélag og vinna betur saman," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
„Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um", segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart. Í skýslunni segir meðal annars að í Efra-Breiðholti búi börn sem sum hver hafa fengið fátækt og félagslega einangrun í arf, börn sem missa heilu veturna úr grunnskóla og eiga erfitt með að fóta sig í kerfinu. „Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart. Þetta er bara staðreynd og raunveruleiki sem við búum við. Við þurfum bara að takast á við hann," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt. Snorri Freyr Vignisson, sem situr í ungmennaráði Breiðholts, tekur í sama sama streng. „Þetta kemur mér ekki á óvart og í raun er bara frekar fúlt að það komi upp óp og að fólk sé hissa. Þetta er vandamál sem er búið að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um," segir hann. Félagsleg einangrun barnanna sem fjallað er um í skýrslunni er sérstaklega sláandi að mati bæði Jóhönnu og Snorra. „Að það séu börn hérna í hverfinu sem geta ekki stundað nám af því að þau eiga ekki samstað í skóla eða frístund. Að setja sig í spor þessara foreldra er hrikalegt. Að ímynda sér það að barninu sínu líði það illa í skólanum að það geti ekki verið þar, við myndum aldrei sætta okkur við það og það ætti enginn að gera það. Fjárhagslegur hluti skýrslunnar hefur fengið miklu þyngra vægi en andleg og félagsleg staða þessa fólks," segir Jóhanna. Ungmennaráð Breiðholts stendur nú að verkefni þar sem börn hjálpa samnemendum sínum af erlendum uppruna að aðlagast hér á landi. Snorri gekk sjálfur í grunnskóla í Breiðholti. „Mér finnst að grunnskólar í Breiðholti mættu taka það til sín að það eru alltof mikið af börnum sem eru ekki að ná að mynda tengsl við samnemendur sína útaf tungumálaerfiðleikum og menningarlegum erfiðleikum. Það er eitt vandamál sem þarf að taka tillit til og fagna fjölbreytileikanum. Halda upp á hátíðir annarra og tungumál þeirra," segir Snorri. „Þessi skýrsla er í sjálfu sér neikvæð en við getum líka litið á þetta sem jákvætt tækifæri til að styrkja okkur sem samfélag og vinna betur saman," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00