„Þetta eru vandamál sem enginn hefur þorað að tala um“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 19:30 „Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um", segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart. Í skýslunni segir meðal annars að í Efra-Breiðholti búi börn sem sum hver hafa fengið fátækt og félagslega einangrun í arf, börn sem missa heilu veturna úr grunnskóla og eiga erfitt með að fóta sig í kerfinu. „Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart. Þetta er bara staðreynd og raunveruleiki sem við búum við. Við þurfum bara að takast á við hann," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt. Snorri Freyr Vignisson, sem situr í ungmennaráði Breiðholts, tekur í sama sama streng. „Þetta kemur mér ekki á óvart og í raun er bara frekar fúlt að það komi upp óp og að fólk sé hissa. Þetta er vandamál sem er búið að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um," segir hann. Félagsleg einangrun barnanna sem fjallað er um í skýrslunni er sérstaklega sláandi að mati bæði Jóhönnu og Snorra. „Að það séu börn hérna í hverfinu sem geta ekki stundað nám af því að þau eiga ekki samstað í skóla eða frístund. Að setja sig í spor þessara foreldra er hrikalegt. Að ímynda sér það að barninu sínu líði það illa í skólanum að það geti ekki verið þar, við myndum aldrei sætta okkur við það og það ætti enginn að gera það. Fjárhagslegur hluti skýrslunnar hefur fengið miklu þyngra vægi en andleg og félagsleg staða þessa fólks," segir Jóhanna. Ungmennaráð Breiðholts stendur nú að verkefni þar sem börn hjálpa samnemendum sínum af erlendum uppruna að aðlagast hér á landi. Snorri gekk sjálfur í grunnskóla í Breiðholti. „Mér finnst að grunnskólar í Breiðholti mættu taka það til sín að það eru alltof mikið af börnum sem eru ekki að ná að mynda tengsl við samnemendur sína útaf tungumálaerfiðleikum og menningarlegum erfiðleikum. Það er eitt vandamál sem þarf að taka tillit til og fagna fjölbreytileikanum. Halda upp á hátíðir annarra og tungumál þeirra," segir Snorri. „Þessi skýrsla er í sjálfu sér neikvæð en við getum líka litið á þetta sem jákvætt tækifæri til að styrkja okkur sem samfélag og vinna betur saman," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um", segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart. Í skýslunni segir meðal annars að í Efra-Breiðholti búi börn sem sum hver hafa fengið fátækt og félagslega einangrun í arf, börn sem missa heilu veturna úr grunnskóla og eiga erfitt með að fóta sig í kerfinu. „Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart. Þetta er bara staðreynd og raunveruleiki sem við búum við. Við þurfum bara að takast á við hann," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt. Snorri Freyr Vignisson, sem situr í ungmennaráði Breiðholts, tekur í sama sama streng. „Þetta kemur mér ekki á óvart og í raun er bara frekar fúlt að það komi upp óp og að fólk sé hissa. Þetta er vandamál sem er búið að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um," segir hann. Félagsleg einangrun barnanna sem fjallað er um í skýrslunni er sérstaklega sláandi að mati bæði Jóhönnu og Snorra. „Að það séu börn hérna í hverfinu sem geta ekki stundað nám af því að þau eiga ekki samstað í skóla eða frístund. Að setja sig í spor þessara foreldra er hrikalegt. Að ímynda sér það að barninu sínu líði það illa í skólanum að það geti ekki verið þar, við myndum aldrei sætta okkur við það og það ætti enginn að gera það. Fjárhagslegur hluti skýrslunnar hefur fengið miklu þyngra vægi en andleg og félagsleg staða þessa fólks," segir Jóhanna. Ungmennaráð Breiðholts stendur nú að verkefni þar sem börn hjálpa samnemendum sínum af erlendum uppruna að aðlagast hér á landi. Snorri gekk sjálfur í grunnskóla í Breiðholti. „Mér finnst að grunnskólar í Breiðholti mættu taka það til sín að það eru alltof mikið af börnum sem eru ekki að ná að mynda tengsl við samnemendur sína útaf tungumálaerfiðleikum og menningarlegum erfiðleikum. Það er eitt vandamál sem þarf að taka tillit til og fagna fjölbreytileikanum. Halda upp á hátíðir annarra og tungumál þeirra," segir Snorri. „Þessi skýrsla er í sjálfu sér neikvæð en við getum líka litið á þetta sem jákvætt tækifæri til að styrkja okkur sem samfélag og vinna betur saman," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00