Fleiri fréttir

160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð

Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því.

Ögurstund í Indiana

Íbúar Indiana í Bandaríkjunum taka þátt í forvali að bandarísku forsetakosningunum í dag. Spennan er meiri hjá Repúblikönum en þvert á margar eldri spár virðist sem Donald Trump fari með stórsigur af hólmi í ríkinu.

Skjöl benda til samvinnu Assads og ISIS

Skjöl sem SKY fréttastofan hefur undir höndum og eru sögð koma frá ISIS vígasveitunum benda til þess að stjórnarher Assads Sýrlsandsforseta og ISIS hafi starfað saman á laun á vígvellinum. Til að mynda virðist stjórnarherinn hafa sæst á að ISIS menn fengu að koma hertólum sínum frá borginni Palmyra áður en Assad náði aftur tökum á henni og þá virðist hafa verið í gangi samningur um að ISIS léti Assad olíu í té í skiptum fyrir áburð.

Stöðugt minna flutt inn af bensíni og olíu

Ný spá Capacent gerir ráð fyrir tveggja prósenta samdrætti í innflutningi olíu og bensíns á ári hverju fram til 2025. Tækniþróun ræður þróuninni að stórum hluta. Bílar verða stöðugt sparneytnari og rafbílar ryðja sér til rúms.

Fæðingar viðhalda ekki þjóðfélaginu

Fæðingar voru alls 4.292 og 4.363 börn fæddust á Íslandi á árinu 2014. Þetta kemur fram í nýrri Fæðingarskráningu Íslands sem Landlæknisembættið hefur yfirumsjón með.

Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala

Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins.

Segir virði Borgunar vera um 20 milljarða

Kristján L. Möller segir hópinn sem keypti hlut Landsbankans í Borgun hafa hagnast um allt að sex milljarða og greitt sér helming kaupverðsins til baka. Ráðherra ítrekar að salan hafi átt sér stað í andstöðu við eigendastefnu ríkisins.

Búast við flótta vegna loftslagsbreytinga

Innanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sally Jewell, sagði í nýlegri heimsókn sinni til Kanada að stjórnvöld þyrftu að búa sig undir straum flóttamanna af svæðinu kringum norðurheimskautið vegna loftslagsbreytinga.

Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala

Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks.

Sjá næstu 50 fréttir