„Möguleiki að einhverjum finnist Framsóknarflokkurinn hafa tekið til vegna Panamaskjalanna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2016 14:00 Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ. vísir/daníel Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að ekki megi lesa of mikið út úr einni könnun sem mælir fylgi stjórnmálaflokka þar sem taka verði tillit til vikmarka í slíkum könnunum. Þannig þurfi ekki endilega að vera að flokkur bæti jafnmiklu fylgi við sig og tölur gefi til kynna þar sem vikmörk fylgisins séu alltaf einhver. Það hefur vakið nokkra athygli að í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi en spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig töluverðu fylgi frá því í seinasta Þjóðarpúls þegar hann mældist með 6,9 prósent. Nú mælist hann hins vegar með 10,5 prósent. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gerði niðurstöður könnunarinnar að umræðu á Facebook-síðu sinni í gær:Hulda segir að fylgi Framsóknar hafi verið orðið svo lágt í seinasta Þjóðarpúlsi að það gat eiginlega ekki farið neðar. „Eina leiðin var því upp. Svo er það líka möguleiki að einhverjum finnist að Framsóknarflokkurinn hafi tekið til vegna Panama-skjalanna og ég held að Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, eigi mikið í því. Því geta því einhverjir hugsað sér að kjósa Framsókn nú sem gátu það ekki seinast. En svo má ekki gleyma vikmörkunum því ef þau eru tekin með er þetta kannski bara hækkun um eitt prósentustig en við vitum það í raun ekki,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Aðspurð um hvað valdi því þá að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu þrátt fyrir að tveir ráðherra hans hafi haft tengsl við aflandsfélög segir Hulda að skoða verði það fylgi í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Íslandi. „Líklega er Sjálfstæðisflokkurinn með einhverskonar náttúrulegt fylgi í kringum 25% ef svo má að orði komast. Það er sá hluti þjóðarinnar sem aðhyllist hægri sinnaða hugmyndafræði og getur seint hugsað sér að kjósa annað en hægri flokk,“ segir Hulda.Samfylkingin hafi yfir sér áru taps en Vinstri græn hafi trúverðugleika Annað sem vekur athygli í könnuninni er að Samfylkingin virðist ekki njóta góðs af Panama-storminum. Hulda segir að flokkurinn hafi ekki náð að gera sig gildandi í umræðum og þá spili innanflokksátök án efa inn í en eins og frægt er orðið vann Árni Páll Árnason, formaður flokksins, Sigrúnu Ingibjörgu Ingadóttur, þingmann, með einu atkvæði í formannskosningu í fyrra. Hulda segir að þetta skaði án efa ímynd flokksins. „Samfylkingin hefur um þessar mundir yfir sér áru taps og fólk, og þá sérstaklega ungir kjósendur, fylkja sér ekki að baki slíku. Þá nær flokkurinn ekki vopnum sínum hvað varðar málefnin auk þess sem það hefur klárlega áhrif á fylgið að Björt framtíð er þarna líka að ógleymdum Pírötum. Ef Píratar væru ekki til væri Samfylkingin örugglega með meira fylgi því þó að þeir séu hvorki hefðbundinn hægri-né vinstriflokkur þá hallast vinstrifólk meira að þeim.“ Vinstri græn hafa svo bætt við sig töluverðu fylgi á seinasta mánuðinum. „Þau eru í þeirri öfundsverðu stöðu fyrir stjórnmálaflokk að vera álitin trúverðug og samkvæm sjálfum sér. Svo eru þau auðvitað með þennan geysivinsæla leiðtoga í Katrínu Jakobsdóttur sem er alveg sér á parti og það má auðvitað ekki gleyma því hvaða áhrif leiðtogar geta haft,“ segir Hulda.fylgi flokkannaCreate line charts Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að ekki megi lesa of mikið út úr einni könnun sem mælir fylgi stjórnmálaflokka þar sem taka verði tillit til vikmarka í slíkum könnunum. Þannig þurfi ekki endilega að vera að flokkur bæti jafnmiklu fylgi við sig og tölur gefi til kynna þar sem vikmörk fylgisins séu alltaf einhver. Það hefur vakið nokkra athygli að í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi en spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig töluverðu fylgi frá því í seinasta Þjóðarpúls þegar hann mældist með 6,9 prósent. Nú mælist hann hins vegar með 10,5 prósent. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gerði niðurstöður könnunarinnar að umræðu á Facebook-síðu sinni í gær:Hulda segir að fylgi Framsóknar hafi verið orðið svo lágt í seinasta Þjóðarpúlsi að það gat eiginlega ekki farið neðar. „Eina leiðin var því upp. Svo er það líka möguleiki að einhverjum finnist að Framsóknarflokkurinn hafi tekið til vegna Panama-skjalanna og ég held að Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, eigi mikið í því. Því geta því einhverjir hugsað sér að kjósa Framsókn nú sem gátu það ekki seinast. En svo má ekki gleyma vikmörkunum því ef þau eru tekin með er þetta kannski bara hækkun um eitt prósentustig en við vitum það í raun ekki,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Aðspurð um hvað valdi því þá að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu þrátt fyrir að tveir ráðherra hans hafi haft tengsl við aflandsfélög segir Hulda að skoða verði það fylgi í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Íslandi. „Líklega er Sjálfstæðisflokkurinn með einhverskonar náttúrulegt fylgi í kringum 25% ef svo má að orði komast. Það er sá hluti þjóðarinnar sem aðhyllist hægri sinnaða hugmyndafræði og getur seint hugsað sér að kjósa annað en hægri flokk,“ segir Hulda.Samfylkingin hafi yfir sér áru taps en Vinstri græn hafi trúverðugleika Annað sem vekur athygli í könnuninni er að Samfylkingin virðist ekki njóta góðs af Panama-storminum. Hulda segir að flokkurinn hafi ekki náð að gera sig gildandi í umræðum og þá spili innanflokksátök án efa inn í en eins og frægt er orðið vann Árni Páll Árnason, formaður flokksins, Sigrúnu Ingibjörgu Ingadóttur, þingmann, með einu atkvæði í formannskosningu í fyrra. Hulda segir að þetta skaði án efa ímynd flokksins. „Samfylkingin hefur um þessar mundir yfir sér áru taps og fólk, og þá sérstaklega ungir kjósendur, fylkja sér ekki að baki slíku. Þá nær flokkurinn ekki vopnum sínum hvað varðar málefnin auk þess sem það hefur klárlega áhrif á fylgið að Björt framtíð er þarna líka að ógleymdum Pírötum. Ef Píratar væru ekki til væri Samfylkingin örugglega með meira fylgi því þó að þeir séu hvorki hefðbundinn hægri-né vinstriflokkur þá hallast vinstrifólk meira að þeim.“ Vinstri græn hafa svo bætt við sig töluverðu fylgi á seinasta mánuðinum. „Þau eru í þeirri öfundsverðu stöðu fyrir stjórnmálaflokk að vera álitin trúverðug og samkvæm sjálfum sér. Svo eru þau auðvitað með þennan geysivinsæla leiðtoga í Katrínu Jakobsdóttur sem er alveg sér á parti og það má auðvitað ekki gleyma því hvaða áhrif leiðtogar geta haft,“ segir Hulda.fylgi flokkannaCreate line charts
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira