„Möguleiki að einhverjum finnist Framsóknarflokkurinn hafa tekið til vegna Panamaskjalanna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2016 14:00 Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ. vísir/daníel Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að ekki megi lesa of mikið út úr einni könnun sem mælir fylgi stjórnmálaflokka þar sem taka verði tillit til vikmarka í slíkum könnunum. Þannig þurfi ekki endilega að vera að flokkur bæti jafnmiklu fylgi við sig og tölur gefi til kynna þar sem vikmörk fylgisins séu alltaf einhver. Það hefur vakið nokkra athygli að í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi en spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig töluverðu fylgi frá því í seinasta Þjóðarpúls þegar hann mældist með 6,9 prósent. Nú mælist hann hins vegar með 10,5 prósent. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gerði niðurstöður könnunarinnar að umræðu á Facebook-síðu sinni í gær:Hulda segir að fylgi Framsóknar hafi verið orðið svo lágt í seinasta Þjóðarpúlsi að það gat eiginlega ekki farið neðar. „Eina leiðin var því upp. Svo er það líka möguleiki að einhverjum finnist að Framsóknarflokkurinn hafi tekið til vegna Panama-skjalanna og ég held að Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, eigi mikið í því. Því geta því einhverjir hugsað sér að kjósa Framsókn nú sem gátu það ekki seinast. En svo má ekki gleyma vikmörkunum því ef þau eru tekin með er þetta kannski bara hækkun um eitt prósentustig en við vitum það í raun ekki,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Aðspurð um hvað valdi því þá að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu þrátt fyrir að tveir ráðherra hans hafi haft tengsl við aflandsfélög segir Hulda að skoða verði það fylgi í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Íslandi. „Líklega er Sjálfstæðisflokkurinn með einhverskonar náttúrulegt fylgi í kringum 25% ef svo má að orði komast. Það er sá hluti þjóðarinnar sem aðhyllist hægri sinnaða hugmyndafræði og getur seint hugsað sér að kjósa annað en hægri flokk,“ segir Hulda.Samfylkingin hafi yfir sér áru taps en Vinstri græn hafi trúverðugleika Annað sem vekur athygli í könnuninni er að Samfylkingin virðist ekki njóta góðs af Panama-storminum. Hulda segir að flokkurinn hafi ekki náð að gera sig gildandi í umræðum og þá spili innanflokksátök án efa inn í en eins og frægt er orðið vann Árni Páll Árnason, formaður flokksins, Sigrúnu Ingibjörgu Ingadóttur, þingmann, með einu atkvæði í formannskosningu í fyrra. Hulda segir að þetta skaði án efa ímynd flokksins. „Samfylkingin hefur um þessar mundir yfir sér áru taps og fólk, og þá sérstaklega ungir kjósendur, fylkja sér ekki að baki slíku. Þá nær flokkurinn ekki vopnum sínum hvað varðar málefnin auk þess sem það hefur klárlega áhrif á fylgið að Björt framtíð er þarna líka að ógleymdum Pírötum. Ef Píratar væru ekki til væri Samfylkingin örugglega með meira fylgi því þó að þeir séu hvorki hefðbundinn hægri-né vinstriflokkur þá hallast vinstrifólk meira að þeim.“ Vinstri græn hafa svo bætt við sig töluverðu fylgi á seinasta mánuðinum. „Þau eru í þeirri öfundsverðu stöðu fyrir stjórnmálaflokk að vera álitin trúverðug og samkvæm sjálfum sér. Svo eru þau auðvitað með þennan geysivinsæla leiðtoga í Katrínu Jakobsdóttur sem er alveg sér á parti og það má auðvitað ekki gleyma því hvaða áhrif leiðtogar geta haft,“ segir Hulda.fylgi flokkannaCreate line charts Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að ekki megi lesa of mikið út úr einni könnun sem mælir fylgi stjórnmálaflokka þar sem taka verði tillit til vikmarka í slíkum könnunum. Þannig þurfi ekki endilega að vera að flokkur bæti jafnmiklu fylgi við sig og tölur gefi til kynna þar sem vikmörk fylgisins séu alltaf einhver. Það hefur vakið nokkra athygli að í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi en spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. Þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig töluverðu fylgi frá því í seinasta Þjóðarpúls þegar hann mældist með 6,9 prósent. Nú mælist hann hins vegar með 10,5 prósent. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gerði niðurstöður könnunarinnar að umræðu á Facebook-síðu sinni í gær:Hulda segir að fylgi Framsóknar hafi verið orðið svo lágt í seinasta Þjóðarpúlsi að það gat eiginlega ekki farið neðar. „Eina leiðin var því upp. Svo er það líka möguleiki að einhverjum finnist að Framsóknarflokkurinn hafi tekið til vegna Panama-skjalanna og ég held að Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, eigi mikið í því. Því geta því einhverjir hugsað sér að kjósa Framsókn nú sem gátu það ekki seinast. En svo má ekki gleyma vikmörkunum því ef þau eru tekin með er þetta kannski bara hækkun um eitt prósentustig en við vitum það í raun ekki,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Aðspurð um hvað valdi því þá að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu þrátt fyrir að tveir ráðherra hans hafi haft tengsl við aflandsfélög segir Hulda að skoða verði það fylgi í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Íslandi. „Líklega er Sjálfstæðisflokkurinn með einhverskonar náttúrulegt fylgi í kringum 25% ef svo má að orði komast. Það er sá hluti þjóðarinnar sem aðhyllist hægri sinnaða hugmyndafræði og getur seint hugsað sér að kjósa annað en hægri flokk,“ segir Hulda.Samfylkingin hafi yfir sér áru taps en Vinstri græn hafi trúverðugleika Annað sem vekur athygli í könnuninni er að Samfylkingin virðist ekki njóta góðs af Panama-storminum. Hulda segir að flokkurinn hafi ekki náð að gera sig gildandi í umræðum og þá spili innanflokksátök án efa inn í en eins og frægt er orðið vann Árni Páll Árnason, formaður flokksins, Sigrúnu Ingibjörgu Ingadóttur, þingmann, með einu atkvæði í formannskosningu í fyrra. Hulda segir að þetta skaði án efa ímynd flokksins. „Samfylkingin hefur um þessar mundir yfir sér áru taps og fólk, og þá sérstaklega ungir kjósendur, fylkja sér ekki að baki slíku. Þá nær flokkurinn ekki vopnum sínum hvað varðar málefnin auk þess sem það hefur klárlega áhrif á fylgið að Björt framtíð er þarna líka að ógleymdum Pírötum. Ef Píratar væru ekki til væri Samfylkingin örugglega með meira fylgi því þó að þeir séu hvorki hefðbundinn hægri-né vinstriflokkur þá hallast vinstrifólk meira að þeim.“ Vinstri græn hafa svo bætt við sig töluverðu fylgi á seinasta mánuðinum. „Þau eru í þeirri öfundsverðu stöðu fyrir stjórnmálaflokk að vera álitin trúverðug og samkvæm sjálfum sér. Svo eru þau auðvitað með þennan geysivinsæla leiðtoga í Katrínu Jakobsdóttur sem er alveg sér á parti og það má auðvitað ekki gleyma því hvaða áhrif leiðtogar geta haft,“ segir Hulda.fylgi flokkannaCreate line charts
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira