Renault eykur framleiðsluna í Marokkó Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 09:06 Í verksmiðju Renault í Tangier. Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent
Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent