Slæleg þátttaka ríkisins í grænum verkefnum Svavar Hávarðsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Í grunninn eru verkefnin hugsuð sem hvati fyrir stofnanir í umhverfismálum - og til að fara betur með fé. vísir/Stefán Af ríflega 160 ráðuneytum og ríkisstofnunum taka 28 þeirra þátt í hvatakerfinu Grænum skrefum í ríkisrekstri, verkefni sem fóstrað er af Umhverfisstofnun og er leið fyrir opinbera aðila að vinna markvisst að umhverfismálum. Meðal þeirra stofnana sem taka þátt eru aðeins þrjú ráðuneyti af átta – umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og forsætisráðuneytið. Frá því árið 2011 hafa þessar ríflega 160 stofnanir ríkisins einnig verið eindregið hvattar til að halda Grænt bókhald; til þess eru þær ekki skyldugar en fá um það áminningar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu ef þær gera það ekki. Þátt tóku 26 stofnanir árið 2014. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar (UST), skrifar í inngangi að nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar að til að „styrkja grænt hagkerfi og grænt samfélag sé mikilvægt að ríkið og stofnanir þess gangi á undan með góðu fordæmi.“ Í ræðu sinni á ársfundi stofnunarinnar fyrir helgi hnikkti hún einnig á þessu atriði.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri USTKristín Linda segist með orðum sínum ekki vera að setja ofan í við stjórnendur ríkisstofnana en vissulega gætu stofnanir ríkisins verið komnar lengra en raun ber vitni við að innleiða Grænu skrefin. Hún telur það eiga sér eðlilegar skýringar að fleiri hafa ekki skráð sig til leiks. Verkefnið sé ungt – aðeins sé rúmlega ár síðan að Umhverfisstofnun tók við því eftir undirbúningstímabil sem hófst í nóvember 2014. „En við heyrum líka að langur tími aðhalds og niðurskurður hefur staðið í veginum, og lítill tími hafi verið til að fara í ný verkefni. Við höfum sagt á móti að ávinningurinn er mikill, ekki bara í peningum heldur líka til að efla starfsandann og síðast en ekki síst lágmarka umhverfisáhrif og draga úr sóun. Síðan smita þau út frá sér og geta haft mikil áhrif á fyrirtæki og heimili um að gera slíkt hið sama,“ segir Kristín Linda. Verkefnin tvö urðu til undir stýrihóp um vistvæn innkaup og tengjast stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur (2013- 2016). Þessi stýrihópur sá um innleiðingu stefnunnar og verkefnin tvö þar til í janúar 2015 þegar Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Umhverfisstofnun gerðu með sér samning um umsjón með þessum tveimur verkefnum til tveggja ára. Samkvæmt samningnum eiga 50 stofnanir að vera búnar að skrá sig í Grænu skrefin fyrir lok árs 2016. Umhverfisstofnun hefur fundið miklum áhuga á verkefninu og á því von á að mun fleiri stofnanir skrái sig í verkefnið á næstu mánuðum. Umhverfisstofnun á einnig að leiðbeina og kynna Grænt bókhald fyrir stofnunum ásamt frekari þróunar á verkefninu. Þá er í samningnum gert ráð fyrir að stofnunum sem skila Grænu bókhaldi verði 65 talsins en þær voru 26 talsins sem skiluðu fyrir árið 2014, fimm færri en árið áður. Í skriflegu svari frá Umhverfisstofnun segir að skil standa yfir fyrir árið 2015, og miðað við fyrri ár þá dragast skilin oft um nokkra mánuði. „Þess má þó geta að ef miðað er við að starfsmenn ríkisins árið 2014 voru um 16.600 talsins þá náðu skilin yfir 44% starfsmenn, þar sem um er að ræða mjög fjölmennar stofnanir sem skila Grænu bókhaldi,“ segir í svarinu. Með bókhaldinu geta stofnanir gert sér grein fyrir keyptu magni og eðli innkaupa á vöru eða orku og þannig sett sér mælanleg markmið um hagræðingu eða að draga úr notkun. Kristín Linda segir að verkefnin hafi nú þegar skilað sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29%. Hún skrifar í ársskýrsluna að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega 70 milljónir í ríkisrekstrinum. Rafmagnsnotkun hefur lækkað um 13% milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Af ríflega 160 ráðuneytum og ríkisstofnunum taka 28 þeirra þátt í hvatakerfinu Grænum skrefum í ríkisrekstri, verkefni sem fóstrað er af Umhverfisstofnun og er leið fyrir opinbera aðila að vinna markvisst að umhverfismálum. Meðal þeirra stofnana sem taka þátt eru aðeins þrjú ráðuneyti af átta – umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og forsætisráðuneytið. Frá því árið 2011 hafa þessar ríflega 160 stofnanir ríkisins einnig verið eindregið hvattar til að halda Grænt bókhald; til þess eru þær ekki skyldugar en fá um það áminningar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu ef þær gera það ekki. Þátt tóku 26 stofnanir árið 2014. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar (UST), skrifar í inngangi að nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar að til að „styrkja grænt hagkerfi og grænt samfélag sé mikilvægt að ríkið og stofnanir þess gangi á undan með góðu fordæmi.“ Í ræðu sinni á ársfundi stofnunarinnar fyrir helgi hnikkti hún einnig á þessu atriði.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri USTKristín Linda segist með orðum sínum ekki vera að setja ofan í við stjórnendur ríkisstofnana en vissulega gætu stofnanir ríkisins verið komnar lengra en raun ber vitni við að innleiða Grænu skrefin. Hún telur það eiga sér eðlilegar skýringar að fleiri hafa ekki skráð sig til leiks. Verkefnið sé ungt – aðeins sé rúmlega ár síðan að Umhverfisstofnun tók við því eftir undirbúningstímabil sem hófst í nóvember 2014. „En við heyrum líka að langur tími aðhalds og niðurskurður hefur staðið í veginum, og lítill tími hafi verið til að fara í ný verkefni. Við höfum sagt á móti að ávinningurinn er mikill, ekki bara í peningum heldur líka til að efla starfsandann og síðast en ekki síst lágmarka umhverfisáhrif og draga úr sóun. Síðan smita þau út frá sér og geta haft mikil áhrif á fyrirtæki og heimili um að gera slíkt hið sama,“ segir Kristín Linda. Verkefnin tvö urðu til undir stýrihóp um vistvæn innkaup og tengjast stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur (2013- 2016). Þessi stýrihópur sá um innleiðingu stefnunnar og verkefnin tvö þar til í janúar 2015 þegar Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Umhverfisstofnun gerðu með sér samning um umsjón með þessum tveimur verkefnum til tveggja ára. Samkvæmt samningnum eiga 50 stofnanir að vera búnar að skrá sig í Grænu skrefin fyrir lok árs 2016. Umhverfisstofnun hefur fundið miklum áhuga á verkefninu og á því von á að mun fleiri stofnanir skrái sig í verkefnið á næstu mánuðum. Umhverfisstofnun á einnig að leiðbeina og kynna Grænt bókhald fyrir stofnunum ásamt frekari þróunar á verkefninu. Þá er í samningnum gert ráð fyrir að stofnunum sem skila Grænu bókhaldi verði 65 talsins en þær voru 26 talsins sem skiluðu fyrir árið 2014, fimm færri en árið áður. Í skriflegu svari frá Umhverfisstofnun segir að skil standa yfir fyrir árið 2015, og miðað við fyrri ár þá dragast skilin oft um nokkra mánuði. „Þess má þó geta að ef miðað er við að starfsmenn ríkisins árið 2014 voru um 16.600 talsins þá náðu skilin yfir 44% starfsmenn, þar sem um er að ræða mjög fjölmennar stofnanir sem skila Grænu bókhaldi,“ segir í svarinu. Með bókhaldinu geta stofnanir gert sér grein fyrir keyptu magni og eðli innkaupa á vöru eða orku og þannig sett sér mælanleg markmið um hagræðingu eða að draga úr notkun. Kristín Linda segir að verkefnin hafi nú þegar skilað sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29%. Hún skrifar í ársskýrsluna að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega 70 milljónir í ríkisrekstrinum. Rafmagnsnotkun hefur lækkað um 13% milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira