Dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað ókunnugan mann á Lundanum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2016 15:07 Maður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað annan mann á Lundanum í Vestmannaeyjum í janúar. Dómurinn var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn sem varð fyrir högginu rifbeinsbrotnaði í kjölfarið og hlaut roða og bólgur á vinstra kinnbein. Hinn dæmdi játaði að hafa skallað manninn en féllst ekki á það fyrir dómi að af hefði getað hlotist rifbeinsbrot. Það var þó talið sannað með vísan til læknisvottorðs auk þess sem fenginn var dómkvaddur matsmaður til þess að leggja mat á áverkalýsingu. Líkamsárásin átti sér stað þann 9. janúar síðastliðinn en samkvæmt fórnarlambinu hafði hann staðið við salerni inni á skemmtistaðnum og rætt við félaga sína. Hafi þá árásarmaðurinn komið aðvífandi, skallað sig án tilefnis í andlitið og því næst horfið á braut. Við höggið datt fórnarlambið, lenti á borði og féll svo í gólfið. Í gögnum málsins var myndbandsupptaka sem sýndi atburðarrásina. Maðurinn fékk dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur. Var bótakrafan rökstudd með því að „um hafi verið að ræða grófa atlögu þar sem brotaþoli hafi verið í varnarlausri stöðu gagnvart ákærða. Árásin hafi verið hættuleg en ákærði hafi skallað brotaþola í andlitið þannig að hann fékk högg á andlit og datt á borð með þeim afleiðingum meðal annars að hann rifbeinsbrotnaði.“ Hinn dæmdi er með langan brotaferil. Hann hefur margoft verið sektaður og dæmdur fyrir brot á ávana-og fíkniefnalögum og dæmdur tvisvar áður fyrir líkamsárás. Rauf hann með brotinu skilorð og með vísan til þess var ekki talin ástæða til þess að skilorðsbinda þessa níu mánaða refsingu að nokkru leyti. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Maður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað annan mann á Lundanum í Vestmannaeyjum í janúar. Dómurinn var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn sem varð fyrir högginu rifbeinsbrotnaði í kjölfarið og hlaut roða og bólgur á vinstra kinnbein. Hinn dæmdi játaði að hafa skallað manninn en féllst ekki á það fyrir dómi að af hefði getað hlotist rifbeinsbrot. Það var þó talið sannað með vísan til læknisvottorðs auk þess sem fenginn var dómkvaddur matsmaður til þess að leggja mat á áverkalýsingu. Líkamsárásin átti sér stað þann 9. janúar síðastliðinn en samkvæmt fórnarlambinu hafði hann staðið við salerni inni á skemmtistaðnum og rætt við félaga sína. Hafi þá árásarmaðurinn komið aðvífandi, skallað sig án tilefnis í andlitið og því næst horfið á braut. Við höggið datt fórnarlambið, lenti á borði og féll svo í gólfið. Í gögnum málsins var myndbandsupptaka sem sýndi atburðarrásina. Maðurinn fékk dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur. Var bótakrafan rökstudd með því að „um hafi verið að ræða grófa atlögu þar sem brotaþoli hafi verið í varnarlausri stöðu gagnvart ákærða. Árásin hafi verið hættuleg en ákærði hafi skallað brotaþola í andlitið þannig að hann fékk högg á andlit og datt á borð með þeim afleiðingum meðal annars að hann rifbeinsbrotnaði.“ Hinn dæmdi er með langan brotaferil. Hann hefur margoft verið sektaður og dæmdur fyrir brot á ávana-og fíkniefnalögum og dæmdur tvisvar áður fyrir líkamsárás. Rauf hann með brotinu skilorð og með vísan til þess var ekki talin ástæða til þess að skilorðsbinda þessa níu mánaða refsingu að nokkru leyti.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira