Óska eftir áliti siðanefndar á umdeildum ummælum Bjarki Ármannsson skrifar 2. maí 2016 20:31 Ekki eru allir sáttir við ummæli Óttars í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Vísir/Ernir Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur sent siðanefnd Læknafélags Íslands erindi vegna ummæla Óttars Guðmundssonar geðlæknis í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir rúmri viku. Félagið telur mörg ummæli Óttars í viðtalinu grafa undan fórnarlömbum ofbeldis og gera lítið úr meðferð við áföllum. Viðtalið vakti mikla athygli og gagnrýndu margir orð Óttars. Í viðtalinu talaði hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðunum áfallastreita og áfallastreituröskun. „Ég held það sé líka ágætt að vinna sjálfur úr ákveðnum hlutum og sætta sig við að svona er lífið,“sagði Óttar meðal annars í því samhengi. „Maður sé ekki alltaf að kalla eftir aðstoð hins opinbera, það eigi ekki alltaf einhver annar að bera ábyrgð á fólki.“Sjá einnig: Enginn má lenda í neinu Rótin óskar í erindi sínu eftir áliti siðanefndarinnar á því hvort ákveðin ummæli Óttars samræmist ábyrgð lækna samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands. Bréf Rótarinnar má sjá í heild sinni í viðhengi við þessa frétt. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar og þekktir Íslendingar með geðsjúkdóma gagnrýndu Óttar opinberlega í kjölfar viðtalsins. Sagði Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, til að mynda að Óttar væri haldinn „frekar fornu viðhorfi“ þegar kemur að úrvinnslu áfalla.Sjá einnig: Orð Óttars vekja hörð viðbrögð Óttar tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og sagði þar að sér þætti leiðinlegt að heyra hve margir hefðu misskilið orð hans. Hann sé ekki andstæðingur þess að hjálpa fólki í gegnum áföll þó hann sé þeirrar skoðunar að ekki eigi að sjúkdómsvæða allt. Rótin gerir einnig athugasemd við það að Óttar „dragi í efa að áföll hafi áhrif á fíknivanda“ og „geri lítið úr áhrifum kynferðisofbeldis á þolendur.“ „Við teljum sérstaklega skaðlegt að ummælin komi frá geðlækni,“ segir meðal annars í bréfinu. Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18 Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur sent siðanefnd Læknafélags Íslands erindi vegna ummæla Óttars Guðmundssonar geðlæknis í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir rúmri viku. Félagið telur mörg ummæli Óttars í viðtalinu grafa undan fórnarlömbum ofbeldis og gera lítið úr meðferð við áföllum. Viðtalið vakti mikla athygli og gagnrýndu margir orð Óttars. Í viðtalinu talaði hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðunum áfallastreita og áfallastreituröskun. „Ég held það sé líka ágætt að vinna sjálfur úr ákveðnum hlutum og sætta sig við að svona er lífið,“sagði Óttar meðal annars í því samhengi. „Maður sé ekki alltaf að kalla eftir aðstoð hins opinbera, það eigi ekki alltaf einhver annar að bera ábyrgð á fólki.“Sjá einnig: Enginn má lenda í neinu Rótin óskar í erindi sínu eftir áliti siðanefndarinnar á því hvort ákveðin ummæli Óttars samræmist ábyrgð lækna samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands. Bréf Rótarinnar má sjá í heild sinni í viðhengi við þessa frétt. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar og þekktir Íslendingar með geðsjúkdóma gagnrýndu Óttar opinberlega í kjölfar viðtalsins. Sagði Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, til að mynda að Óttar væri haldinn „frekar fornu viðhorfi“ þegar kemur að úrvinnslu áfalla.Sjá einnig: Orð Óttars vekja hörð viðbrögð Óttar tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og sagði þar að sér þætti leiðinlegt að heyra hve margir hefðu misskilið orð hans. Hann sé ekki andstæðingur þess að hjálpa fólki í gegnum áföll þó hann sé þeirrar skoðunar að ekki eigi að sjúkdómsvæða allt. Rótin gerir einnig athugasemd við það að Óttar „dragi í efa að áföll hafi áhrif á fíknivanda“ og „geri lítið úr áhrifum kynferðisofbeldis á þolendur.“ „Við teljum sérstaklega skaðlegt að ummælin komi frá geðlækni,“ segir meðal annars í bréfinu.
Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18 Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00
„Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18
Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49