160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2016 10:46 Kristrún Arnarsdóttir mynd/aðsend Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. Kristrún hafði samband við kortafyrirtækið Valitor vegna málsins en fékk þau svör að tjónið væri alfarið á hennar ábyrgð. Í samtali við Vísi segist Kristrún vilja vekja athygli á því að fólk verði að passa rosalega vel upp á pin-númerið sitt. „Fólk er hér ekkert almennt að halda höndinni yfir pinnið. Ég flutti til Noregs þegar það var nýbúið að taka pinnið í notkun alls staðar og þar voru límmiðar á öllum posum til að mynda þar sem það var brýnt fyrir fólki að passa að halda höndinni yfir pinnið. Það er ekkert slíkt hér og mér finnst einfaldlega upplýsingagjöf frá kortafyrirtækjunum varðandi þetta ábótavant,“ segir Kristrún.Fólk átti sig almennt ekki á því að það beri ábyrgðina Í færslu sem Kristrún setti á Facebook-síðu sína vitnar hún í tölvupóst sem hún fékk frá Valitor vegna málsins: „Færslurnar eru gerðar með lestri örgjörvans sem er á kortinu og innslætti Pinn-númers, sem korthafi á einn að hafa aðgang að. VISA INTERNATIONAL veitir ekki bakfærslurétt á úttektir þar sem örgjörvi er lesinn og Pinn-númer er slegið inn.“ Kristrún segir fólk ekki almennt átta sig á því að það beri ábyrgðina á tjóninu sem verði ef kortinu er stolið og peningurinn tekinn út með pinni og örgjörva. Þannig beri kortafyrirtækið enga ábyrgð. „Þegar ábyrgðin er orðin svona dreifð eins og með þessu þá er ekki beint akkur í því fyrir kortafyrirtækin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þetta, þar sem þeir bera engan kostnað af þessu,“ segir Kristrún.Margar spurningar vakni vegna málsins Í Facebook-færslu sinni segir Kristrún að margar spurningar hafi vaknað hjá henni vegna málsins: „Spurningar vakna: Fyrst ég er ábyrg, hvernig hefði ég geta komið í veg fyrir þetta? Ég bjó erlendis í mörg ár og þar er brýnt fyrir fólki að passa pinnið vel. Þetta er innprentað í mig. Í hraðbanka er þetta ekkert mál. En hvað ef þú þarft að greiða með korti í troðningi? Hefði ég átt að fara fram á meira olbogarými þegar ég sló inn pinnið? Hefði ég átt að biðja um að posinn væri tekinn úr statífinu svo ég gæti haft hann nær mér og betur skýlt pinninu? Þarna var svoleiðis vesen ekki í boði - eðlilega. [...] Fleiri spurningar vakna. Hefðu ekki einhverjar viðvörunarbjöllur átt að hringja hjá kortafélaginu mínu þegar kortið mitt var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma um miðja nótt og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð? Hvað ef ég hefði borgað með debetkorti? Pinnið á minnið hefur mikið verið auglýst en ekki eins mikið að passa verði pinnið. En miðað við mína reynslu er kannski ráðið að skilja kortið eftir heima og nota reiðufé þar sem von er á biðröð við posann. Fyrir hvern var þessi breyting? Ekki er hún korthöfum í hag nú þegar ábyrgðin er öll þeirra og pinn- og kortaþjófnaður er hafinn af alvöru hér á landi.“ Vísir hefur sent fyrirspurn til Valitor vegna málsins en ekki hefur borist svar. Færslu Kristrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan: Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. Kristrún hafði samband við kortafyrirtækið Valitor vegna málsins en fékk þau svör að tjónið væri alfarið á hennar ábyrgð. Í samtali við Vísi segist Kristrún vilja vekja athygli á því að fólk verði að passa rosalega vel upp á pin-númerið sitt. „Fólk er hér ekkert almennt að halda höndinni yfir pinnið. Ég flutti til Noregs þegar það var nýbúið að taka pinnið í notkun alls staðar og þar voru límmiðar á öllum posum til að mynda þar sem það var brýnt fyrir fólki að passa að halda höndinni yfir pinnið. Það er ekkert slíkt hér og mér finnst einfaldlega upplýsingagjöf frá kortafyrirtækjunum varðandi þetta ábótavant,“ segir Kristrún.Fólk átti sig almennt ekki á því að það beri ábyrgðina Í færslu sem Kristrún setti á Facebook-síðu sína vitnar hún í tölvupóst sem hún fékk frá Valitor vegna málsins: „Færslurnar eru gerðar með lestri örgjörvans sem er á kortinu og innslætti Pinn-númers, sem korthafi á einn að hafa aðgang að. VISA INTERNATIONAL veitir ekki bakfærslurétt á úttektir þar sem örgjörvi er lesinn og Pinn-númer er slegið inn.“ Kristrún segir fólk ekki almennt átta sig á því að það beri ábyrgðina á tjóninu sem verði ef kortinu er stolið og peningurinn tekinn út með pinni og örgjörva. Þannig beri kortafyrirtækið enga ábyrgð. „Þegar ábyrgðin er orðin svona dreifð eins og með þessu þá er ekki beint akkur í því fyrir kortafyrirtækin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þetta, þar sem þeir bera engan kostnað af þessu,“ segir Kristrún.Margar spurningar vakni vegna málsins Í Facebook-færslu sinni segir Kristrún að margar spurningar hafi vaknað hjá henni vegna málsins: „Spurningar vakna: Fyrst ég er ábyrg, hvernig hefði ég geta komið í veg fyrir þetta? Ég bjó erlendis í mörg ár og þar er brýnt fyrir fólki að passa pinnið vel. Þetta er innprentað í mig. Í hraðbanka er þetta ekkert mál. En hvað ef þú þarft að greiða með korti í troðningi? Hefði ég átt að fara fram á meira olbogarými þegar ég sló inn pinnið? Hefði ég átt að biðja um að posinn væri tekinn úr statífinu svo ég gæti haft hann nær mér og betur skýlt pinninu? Þarna var svoleiðis vesen ekki í boði - eðlilega. [...] Fleiri spurningar vakna. Hefðu ekki einhverjar viðvörunarbjöllur átt að hringja hjá kortafélaginu mínu þegar kortið mitt var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma um miðja nótt og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð? Hvað ef ég hefði borgað með debetkorti? Pinnið á minnið hefur mikið verið auglýst en ekki eins mikið að passa verði pinnið. En miðað við mína reynslu er kannski ráðið að skilja kortið eftir heima og nota reiðufé þar sem von er á biðröð við posann. Fyrir hvern var þessi breyting? Ekki er hún korthöfum í hag nú þegar ábyrgðin er öll þeirra og pinn- og kortaþjófnaður er hafinn af alvöru hér á landi.“ Vísir hefur sent fyrirspurn til Valitor vegna málsins en ekki hefur borist svar. Færslu Kristrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan:
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira