Volkswagen eigendur í Bandaríkjunum gætu fengið 625.000 kr. bótagreiðslu Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 14:55 Svo gæti farið að Volkswagen gæti þurft að greiða eigendum þeirra 600.000 Volkswagen dísilbíla sem eru með svindlhugbúnaði 5.000 dollara hverjum í bætur, eða um 625.000 krónur. Volkswagen leitar nú allra leiða til að ná sáttum í þeim ákærum sem á fyrirtækið eru bornar þar vestra og heyrst hafa tölur sem þessar í því sambandi. Meðalverð þessara bíla samkvæmt Kelley Blue Book hefur fallið frá 14.153 dollurum í júní í fyrra í 10.402 í mars og því gera þessar bætur gott betur en að bæta eigendunum skaðann. Í ofanálag við þessar hugsanlegur bætur gæti Volkswagen þurft að kaupa alla þessa 600.000 bíla til baka og myndi það kosta fyrirtækið 7,3 milljarða dollara, eða 915 milljarða króna. Sumir þessara bíla reyndust menga 40 sinnum meira heldur en uppgefið var frá Volkswagen. Volkswagen gæti auk þessa alls þurft að greiða bandaríska ríkinu sekt fyrir auglýsingar sínar á þessum bílum áður en dísilvélasvindl þeirra uppgötvaðist, en herferð þeirra bar yfirskriftina “Clean Diesel” og var því í nokkurri mótsögn við það sem síðan reyndist. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent
Svo gæti farið að Volkswagen gæti þurft að greiða eigendum þeirra 600.000 Volkswagen dísilbíla sem eru með svindlhugbúnaði 5.000 dollara hverjum í bætur, eða um 625.000 krónur. Volkswagen leitar nú allra leiða til að ná sáttum í þeim ákærum sem á fyrirtækið eru bornar þar vestra og heyrst hafa tölur sem þessar í því sambandi. Meðalverð þessara bíla samkvæmt Kelley Blue Book hefur fallið frá 14.153 dollurum í júní í fyrra í 10.402 í mars og því gera þessar bætur gott betur en að bæta eigendunum skaðann. Í ofanálag við þessar hugsanlegur bætur gæti Volkswagen þurft að kaupa alla þessa 600.000 bíla til baka og myndi það kosta fyrirtækið 7,3 milljarða dollara, eða 915 milljarða króna. Sumir þessara bíla reyndust menga 40 sinnum meira heldur en uppgefið var frá Volkswagen. Volkswagen gæti auk þessa alls þurft að greiða bandaríska ríkinu sekt fyrir auglýsingar sínar á þessum bílum áður en dísilvélasvindl þeirra uppgötvaðist, en herferð þeirra bar yfirskriftina “Clean Diesel” og var því í nokkurri mótsögn við það sem síðan reyndist.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent