Reynt að endurlífga vopnahléssamkomulag Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. maí 2016 07:00 Árásir Sýrlandshers á borgina Aleppo hafa kostað hundruð manna lífið síðustu tíu daga. Þar á meðal eru tugir barna og kvenna. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir sýrlensku stjórnina brjóta gróflega gegn samkomulagi, sem gert var um vopnahlé í borginni. Uppreisnarmenn eru ekki saklausir heldur, segir Kerry. Bæði hann og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, reyna nú að bjarga vopnahléinu út úr því öngþveiti sem ríkt hefur undanfarið, bæði í Aleppo-héraði og víðar í Sýrlandi. Afar lítið virðist þurfa til þess að vopnahléið renni alveg út í sandinn. Staffan de Mistura, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, sagði við blaðamenn í Genf, eftir að hann hafði rætt þar við John Kerry, að nú væri reynt að koma á einhverju skipulagi fyrir eftirlit með nýju vopnahléssamkomulagi. „Við erum að undirbúa slíkt fyrirkomulag, en það þarf pólitískan vilja,“ sagði hann í gær. Hann sagðist vonast til þess að Sýrlandsstjórn hlusti á Rússa, sem hafa yfirleitt tekið málstað Bashars al Assad forseta. Í Genf ræddi Kerry einnig við Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, og Adel al Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa aðsetur í Bretlandi og fylgjast grannt með mannréttindabrotum í Sýrlandi, hafa 145 almennir borgarar fallið í loftárásum á svæði sem uppreisnarmenn eru með á sínu valdi. Meðal annars hafi verið gerð loftárás á sjúkrahús þar í borg á fimmtudaginn, þar sem meira en fimmtíu manns létu lífið, þar á meðal að minnsta kosti einn læknir og fleira heilbrigðisstarfsfólk. Þá hafi að minnsta kosti hundrað almennir borgarar fallið í árásum á svæði sem stjórnarherinn hefur á sínu valdi. Meðal annars hafi tunnusprengjum og öðrum heimasmíðuðum sprengjum verið varpað á fólk. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í meira en fimm ár og kostað hundruð þúsunda manna lífið. Tölur eru ónákvæmar, en Sameinuðu þjóðirnar telja mannfallið nema um 250 þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Árásir Sýrlandshers á borgina Aleppo hafa kostað hundruð manna lífið síðustu tíu daga. Þar á meðal eru tugir barna og kvenna. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir sýrlensku stjórnina brjóta gróflega gegn samkomulagi, sem gert var um vopnahlé í borginni. Uppreisnarmenn eru ekki saklausir heldur, segir Kerry. Bæði hann og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, reyna nú að bjarga vopnahléinu út úr því öngþveiti sem ríkt hefur undanfarið, bæði í Aleppo-héraði og víðar í Sýrlandi. Afar lítið virðist þurfa til þess að vopnahléið renni alveg út í sandinn. Staffan de Mistura, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, sagði við blaðamenn í Genf, eftir að hann hafði rætt þar við John Kerry, að nú væri reynt að koma á einhverju skipulagi fyrir eftirlit með nýju vopnahléssamkomulagi. „Við erum að undirbúa slíkt fyrirkomulag, en það þarf pólitískan vilja,“ sagði hann í gær. Hann sagðist vonast til þess að Sýrlandsstjórn hlusti á Rússa, sem hafa yfirleitt tekið málstað Bashars al Assad forseta. Í Genf ræddi Kerry einnig við Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, og Adel al Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa aðsetur í Bretlandi og fylgjast grannt með mannréttindabrotum í Sýrlandi, hafa 145 almennir borgarar fallið í loftárásum á svæði sem uppreisnarmenn eru með á sínu valdi. Meðal annars hafi verið gerð loftárás á sjúkrahús þar í borg á fimmtudaginn, þar sem meira en fimmtíu manns létu lífið, þar á meðal að minnsta kosti einn læknir og fleira heilbrigðisstarfsfólk. Þá hafi að minnsta kosti hundrað almennir borgarar fallið í árásum á svæði sem stjórnarherinn hefur á sínu valdi. Meðal annars hafi tunnusprengjum og öðrum heimasmíðuðum sprengjum verið varpað á fólk. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í meira en fimm ár og kostað hundruð þúsunda manna lífið. Tölur eru ónákvæmar, en Sameinuðu þjóðirnar telja mannfallið nema um 250 þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira