Fleiri fréttir

Hlíðarfjall opnað í gær

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri var formlega opnað í gær og voru gestir fljótir að nýta sér það og renna sér í brekkunum.

Segja hlé á Schengen- samstarfinu til umræðu

Ráðherrar aðildarríkja ESB ræða í dag þann möguleika að gera tímabundið hlé á Schengen-samstarfinu þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað "alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu. Financial Times (FT) greinir frá þessu, en innanríkisráðherrar aðildarríkja munu koma saman til fundar í Brussel í dag.

Skotárás talin vera hryðjuverk

Alríkislögreglan bandaríska telur skotárásina í Kaliforníu hafa verið hryðjuverk. Tekist er á um byssulöggjöf.

Hér hafa skattar hækkað næstmest

Meðalskattbyrði í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hefur hækkað úr 32,7 prósentum af landsframleiðslu í 34,4 prósent milli 2009 og 2014.

Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París

KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu.

Vilja nafn liðinnar ástar í burt

Æ fleiri fara í lasermeðferð til að losna við húðflúr. Húðlæknir segir ýmsar hættur leynast í húðflúrum. Hann nefnir sýkingar, örmyndun og mögulega krabbamein.

Lyf reynist hættulegt fólki í geislameðferð

Lyfjastofnun hefur birt bréf lyfjaframleiðanda um lífshættulega aukaverkun lyfs við sortuæxlum fyrir fólk í geislameðferð. Lyfið magnar eituráhrif geislunarinnar, fyrir, á meðan og eftir að það er tekið.

Á einhverjar krónur til að lifa af mánuðinn

Öryrkjar segja lífeyrisgreiðslur sem þeir fá ekki duga til að lifa af. Erfitt sé að ná endum saman alla mánuði en sérstaklega reyni á í desember. Þeir vilja að lífeyrir þeirra hækki og að kjararáð taki ákvarðanir um hækkanir í stað stjórnvalda.

Gæti orðið láglaunasvæði með tímanum

Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns.

Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð

Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár.

Danir virðast ætla að hafna breytingunum

Þegar um 40 prósent atkvæða hafa verið talin virðist ljóst að Danir hafi sagt nokkuð skýrt nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í landinu í dag.

Myndu fagna aukinni einkavæðingu

Svæðisstjóri heilsugæslunnar í Grafarvogi telur að heimilislæknar myndu fagna aukinni einkavæðingu og segir að álagið á starfsemina í dag sé alltof mikið.

Sjá næstu 50 fréttir