Erlent

Leiðtogi Talibana látinn?

Samúel Karl Ólason skrifar
Mansour mun hafa særst í skotbardaga eftir rifrildi við annan leiðtoga vígahóps.
Mansour mun hafa særst í skotbardaga eftir rifrildi við annan leiðtoga vígahóps. Vísir/AFP
Yfirvöld í Afganistan vinna nú að því að staðfesta örlög Mullah Akhtar Mansour, leiðtoga Talibana. Ekki er vitað hvort hann er lífs eða liðinn eftir að fregnir bárust af því í gær að hann væri alvarlega særður eftir skotbardaga. Bardaginn hófst eftir rifrildi Mansour við annan leiðtoga vígahóps í Afganistan.

Hann hefur stýrt Talibönum í fjóra mánuði, en þeir þvertaka fyrir að skotbardaginn hafi átt sér stað.

Leyniþjónusta Pakistan sagði AFP fréttaveitunni að bardaginn hefði átt sér stað innan landamæra þeirra, þar sem hópur leiðtoga var á fundi. Heimildir fréttaveitunnar innan raða Talibana hafa einnig staðfest að bardaginn hafi átt sér stað. Fjórir eru sagðir hafa látið lífið og nokkrir eru sagðir særðir.

Miklar deilur hafa átt sér stað innan raða Talibana en hópur vígamanna slitu sig frá Talibönum fyrr á árinu.

Mansour er sagður hafa verið undir álagi frá yfirvöldum í Pakistan um að hefja friðarviðræður við stjórnvöld í Kabúl. Margir meðlimir Talibana eru mjög á móti slíkum viðræðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×