Erlent

Konum verði leyft að gegna öllum bardagastöðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bandarískir hermenn við æfingar í Georgíu.
Bandarískir hermenn við æfingar í Georgíu. vísir/afp
Búist er við því að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lýsi því yfir á næstu klukkustundum að konum verðum leyft að gegna öllum stöðum innan bandaríska heraflans.

Talið er líklegt að Carter veiti frest til 1. janúar næstkomandi fyrir stjórnendur hersins til að leggja fram aðgerðaráætlanir svo að breytingarnar verði að veruleika.

Bandaríski sjóherinn hefur áður mótmælt því að konur gegni ýmsum hlutverkum innan hersins og vitnað í rannsóknir þess efnis að blandaðar herdeildir séu ekki jafn hæfar og þær sem einungis eru skipaðar körlum.

Konum hefur í raun verið leyft að gegna öllum bardagahlutverkum í bandarísku herdeildunum allt frá árinu 2013. Síðastliðin tvö ár hafa þær þó haft svigrúm til að meina konum að gegna einstökum „bardagastöðum“ (e. Combat roles) ef fyrir því væri fyrirliggjandi rökstuðningur.

BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×