Erlent

Mikið sjónarspil er Etna byrjaði að gjósa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Etna er eitt virkasta eldfjall Evrópu
Etna er eitt virkasta eldfjall Evrópu vísir/afp
Etna á Sikiley tók að gjósa í dag. Reykmökkur steig upp í nokkurra kílómetra hæð og hefur það haft áhrif á flugsamgöngur á svæðinu.

Þannig var Calabria flugvellinum á Suður-Ítalíu lokað í kjölfar gossins en um 1.2 milljónir manna fara um völlin árlega.

Síðast gaus úr Etnu fyrir um tveimur árum síðan en nú gaus úr Voragine-gígnum. Hræringar í fjallinu hófust fyrir um mánuði síðan og talið er að þær megi rekja til sprengingar undir gígnum sem þó náði ekki til yfirborðsins – fyrr en í dag.

Gosagnir hafa dreifst um mörg hundruð ferkílómetra svæði umhverfis fjallið og hafa íbúar sikileysku borganna Messina og Reggio Calabria ekki farið varhluta af þeim. Öskufallið hefur torveldað samgöngur í borginni og voru bifhjólamenn sérstaklega varaðir við að vera á ferli.

Etna er eitt virkasta eldfjall Evrópu og hefur reglulega látið á sér kræla. Iðullega er um mikið sjónarspil að ræða eins og meðfylgjandi myndir og myndskeið bera með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×