Fleiri fréttir

Fjögur prósent íbúða leigð túristum

Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær.

Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska.

Skylda að hafa áætlun gegn einelti og áreitni

Öllum vinnustöðum er skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sett nýja reglugerð þess efnis.

Vandi foreldra verður barna

Til Miðstöðvar foreldra og barna koma foreldrar, sem eiga von á barni og glíma við allt frá vægum geðröskunum yfir í neyslu, til meðferðar.

Tímamótakosningar en meingallaðar

Þingkosningarnar í Búrma á morgun verða þær fyrstu í aldarfjórðung þar sem kjósendum standa raunverulegir valkostir til boða.

Munurinn mælist í milljónum tonna

Magn flóðvatnsins sem ruddist til sjávar í síðasta Skaftárhlaupi er metið á milli 300 og 400 milljónir tonna. Flatarmál ketilsins mælist nú 7-10 ferkílómetrar en var fjórir ferkílómetrar þegar síðast hljóp árið 2010.

Hringvegurinn illfær rafmagnsbílum

Einungis tíu hraðhleðslustöðvar eru hér á landi og allar eru þær á suðvesturhorninu. Viðskiptastjóri Orku náttúrunnar segir standa til að fjölga þeim en ekki liggi fyrir áætlun um að leggja þær hringinn í kringum landið.

Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur

Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga.

Víetnam leyfir verkföll

Bandarísk stjórnvöld hafa birt Fríverslunarsamning Kyrrahafsríkjanna (TPP), sem undirritaður var í síðasta mánuði.

Fangelsismál í algjöru öngstræti

Formaður fjárlaganefndar tekur undir með fangelsismálastjóra um að nauðsynlegt sé að veita meira fé til reksturs fangelsa. Málaflokkurinn sé kominn í öngstræti.

Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann

"Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.

Ungmenni með læti í Kópavogi í nótt

Lögreglan hafði afskipti af þremur sautján ára piltum fyrir utan sama veitingahúsið í Kópavogi í nótt. Einn var með fíkniefni í fórum sínum, annar var undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji var barinn í andlitið þegar hann reyndi að stöðva slagsmál.

Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur

Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann

Lélegt fóður líklegur sökudólgur

Matvælastofnun, í samvinnu við aðrar stofnanir og samtök, undirbýr framhaldsrannsókn á sauðfjárdauðanum sem olli miklu tjóni hjá bændum veturinn 2014/2015. Rannsóknir sem gerðar hafa verið fram að þessu hafa ekki gefið afgerandi svör.

Þrjár milljónir til Evrópu

Evrópusambandið reiknar með því að þrjár milljónir flóttamanna muni koma til aðildarríkja þess fram til loka ársins 2017, til viðbótar þeim sem þegar eru komnir.

Sjá næstu 50 fréttir