Innlent

Leita ökumanns sem ók á pilt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumann um að gefa sig fram til lögreglu sem ók á fjórtán ára pilt á reiðhjóli. Ökumaðurinn var á grænleitum fólksbíl skammt frá brúnni til móts við Smáralind klukkan 8:55 á mánudagsmorguninn.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að slysið hafi verið tilkynnt daginn eftir en að pilturinn hafi verið talsvert lemstraður og hjólið illa farið.

„Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi.“

Lögreglan fer einnig fram á að ef einhverjir hafi orðið vitni að slysinu, hringi þeir í síma 444-1000. Einnig má koma fram upplýsingum í einkaskilaboðum á Facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×