Hringvegurinn illfær rafmagnsbílum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira