Hringvegurinn illfær rafmagnsbílum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira