Staðráðnir í að reyna að ná skipinu á flot í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2015 18:00 Starfsmenn Björgunar ætla að reyna til þrautar í kvöld að ná sanddæluskipinu Perlu upp af botni Reykjavíkurhafnar og gera sér enn vonir um að ná því á flot fyrir miðnætti. Menn voru mættir á Ægisgarð um fimmleytið í morgun. Kafarar voru á stöðugum þeytingi að stilla dælur af og þétta göt og á níunda tímanum voru dælurnar ræstar. Sjónum er dælt upp um sérstaka stálstokka en þannig vonast menn til að nægilegt loftrými skapist inni í skipinu til að það fljóti upp. Og allt virðist ganga vel fram eftir morgni, - afturhluti skipsins lyftist það vel að stýrihúsið var nánast allt komið upp úr. En sama gerðist ekki með framstefnið, það haggaðist varla af botninum. Og eftir því sem afturhlutinn reis hærra tók skipið að hallast ískyggilega og brugðu menn á það ráð að láta trukk á bryggjunni toga á móti og einbeita sér að því að dæla upp úr framhlutanum. En allt kom fyrir ekki, framendinn vildi ekki upp, og eftir að slökkt var dælunum sökk stýrihúsið hratt aftur, eins og sást vel í frétt Stöðvar 2 í kvöld þegar myndaskeiði var hraðað. Aðgerðir eru háðar sjávarföllum, háflóð var klukkan þrjú, sem þótti óheppilegt, og því var mannskapurinn sendur heim til hvíldar eftir hádegi og ákveðið að mæta aftur til starfa nú klukkan sex en lágsjávað verður klukkan hálftíu í kvöld. Meiningin er að dælurnar verði komnar í gang um sjöleytið. Menn eru staðráðnir í að ná skipinu upp í kvöld og þá helst fyrir miðnætti. Ef það tekst ekki telja menn að hugsa verði upp einhverja aðra leið til að ná því á flot. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Starfsmenn Björgunar ætla að reyna til þrautar í kvöld að ná sanddæluskipinu Perlu upp af botni Reykjavíkurhafnar og gera sér enn vonir um að ná því á flot fyrir miðnætti. Menn voru mættir á Ægisgarð um fimmleytið í morgun. Kafarar voru á stöðugum þeytingi að stilla dælur af og þétta göt og á níunda tímanum voru dælurnar ræstar. Sjónum er dælt upp um sérstaka stálstokka en þannig vonast menn til að nægilegt loftrými skapist inni í skipinu til að það fljóti upp. Og allt virðist ganga vel fram eftir morgni, - afturhluti skipsins lyftist það vel að stýrihúsið var nánast allt komið upp úr. En sama gerðist ekki með framstefnið, það haggaðist varla af botninum. Og eftir því sem afturhlutinn reis hærra tók skipið að hallast ískyggilega og brugðu menn á það ráð að láta trukk á bryggjunni toga á móti og einbeita sér að því að dæla upp úr framhlutanum. En allt kom fyrir ekki, framendinn vildi ekki upp, og eftir að slökkt var dælunum sökk stýrihúsið hratt aftur, eins og sást vel í frétt Stöðvar 2 í kvöld þegar myndaskeiði var hraðað. Aðgerðir eru háðar sjávarföllum, háflóð var klukkan þrjú, sem þótti óheppilegt, og því var mannskapurinn sendur heim til hvíldar eftir hádegi og ákveðið að mæta aftur til starfa nú klukkan sex en lágsjávað verður klukkan hálftíu í kvöld. Meiningin er að dælurnar verði komnar í gang um sjöleytið. Menn eru staðráðnir í að ná skipinu upp í kvöld og þá helst fyrir miðnætti. Ef það tekst ekki telja menn að hugsa verði upp einhverja aðra leið til að ná því á flot.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira