Innlent

Átta þúsund Kópavogsbúar gengu gegn einelti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þáttakendur í göngunni í morgun
Þáttakendur í göngunni í morgun
Nemendur leik- og grunnskóla í Kópavogi auk kennara og starfsfólks gengu gegn einelti í morgun. Alls tóku um átta þúsund manns þátt í göngunni og dagskrá í skólahverfum bæjarins.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ sagði að markmið göngunnar gegn einelti væri að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar og benda á að einelti er ofbeldi sem ekki verður liðið.

Gangan á að efla samstöðu og vináttu barna og er markmiðið að hún hafi jákvæð áhrif á skólastarf í bænum. 

Víða sóttu eldri börn leikskólabörn og svo var gengið saman á áfangastað en bæði almenningsgarðar og íþróttamannvirki voru nýtt til að hópast saman í söng og gleði.






Tengdar fréttir

Fórnarlömb eineltis þriðjungur barna á BUGL

„Hér á landi er skortur á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga,“ segir Ellen Sif Sævarsdóttir, klínískur barna- og unglingasálfræðingur sem gerði lokaverkefni sitt í sálfræði við Háskóla Íslands í samstarfi við Dr. Bertrand Lauth barnageðlækni um börn sem hafa fengið þjónustu hjá bráðateymi BUGL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×