Innlent

Fjárbú rýmt vegna vatnavaxta á Austfjörðum

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Eskifirði.
Frá Eskifirði. Vísir/Pjetur
Fjárbúið Engjabakki í Reyðarfirði var rýmt fyrr í kvöld vegna hættu á jarðrofi en miklir vatnavextir eru nú á Austfjörðum, þar sem enn rignir talsvert. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Eskifirði eru ekki fleiri bú eða heimili í grennd við Engjabakka sem hætta stafar að.

Þá hefur Helgustaðavegi, sem liggur út með Eskifirði, verið lokað við Mjóeyri samkvæmt lögreglu. Lögregla hyggst ekki fylgjast sérstaklega með aðstæðum á næstunni en Vegagerðin vaktar þó Norðfjarðarveg í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×