Innlent

Magnað myndband af risavöxnu stykki að brotna úr Svínafellsjökli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stór hluti brotnaði frá Svínafellsjökli og kútveltist um.
Stór hluti brotnaði frá Svínafellsjökli og kútveltist um. Skjáskot
„Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið þarna í 10.000 ár en er núna farið!“ Þetta voru viðbrögð ferðamanns sem náðu mögnuðu myndskeiði þegar risavaxinn hluti af Svínafellsjökli brotnaði frá jöklinum.

Myndskeiðið er birt undir nafni Olen Adventures og var tekið á þriðjudaginn. Rixavaxinn hluti losnaði af og kútveltist um í lóninu. Ljóst er að ferðamanninum þykir mikið til koma að hafa orðið vitni að kröftum náttúrunnar að störfum.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Í fyrstu snýr það á hlið en það lagast eftir um 18 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×