Innlent

Þrír stjórnendur Krabbameinsfélagsins hafa sagt upp

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ragnheiður hefur ekki önnur áform en þau að starfa af meiri krafti í samtökum norrænna krabbameinsfélaga.
Ragnheiður hefur ekki önnur áform en þau að starfa af meiri krafti í samtökum norrænna krabbameinsfélaga. Vísir/Valli
Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu. Það hafa einnig yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar Jón Gunnlaugur Jónasson og Sandra Sif  Morthens  markaðsstjóri gert. Starfsmönnum var tilkynnt þetta í tölvupósti í síðasta mánuði.



Ragnheiður tekur fyrir að einhver illindi séu innan félagsins sem útskýri brotthvarf þeirra þriggja. „Það er alls ekki þannig, þetta eru bara eðlileg umskipti á 50 manna vinnustað og ekkert annað um að vera,“ segir hún. „Ég fer héðan einstaklega ánægð með allt samstarf hér og hef notið næstum hverrar  stundar  í þessu starfi.“



Ragnheiður segist ætla að starfa meira með samtaka norrænna  krabbameinsfélaga , þar sem hún gegnir formennsku. „Að öðru  leyti  hef ég engin önnur áform,“ segir Ragnheiður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×