Miðill hafnar ásökunum: Sögð hafa nýtt sér sögu látins manns móðursystur sinnar á fundi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. nóvember 2015 10:41 Júlíana telur sig hafa komið með sex eða sjö látna í gegn á fundinum. Facebook Íslenskur miðill, sem kom með hóp miðla með sér á Vestfirði í ágústmánuði, sætir harðri gagnrýni á Facebook þar sem hún er sögð hafa nýtt sér upplýsingar um látinn eiginmann móðursystur sinnar. María Ragnarsdóttir segir frá viðbrögðum sínum, mannsins síns og svilkonu við því sem fram kom á skyggnilýsingafundinum. Hún segist vera efasemdamanneskja en að hún hafi grátið þegar hún heyrði lýsinguna á fundinum.Tengdu við lýsinguna „Ég hugsaði með mér að ef einhver myndi koma svona í gegnum miðil þá væri það þessi yndislegi mágur minn sem stúderaði andleg málefni af kappi og hafði mikla trú á annarri tilvist,“ skrifar hún. María tók ákvörðun um að segja manninum sínum frá því að bróðir hans hefði kannski komið fram. „Hans viðbrögð voru nákvæmlega eins og mín, hann grét. Þráin eftir fréttum af nákomnum ættingja er slík að allar varnir brotna niður,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi ekki þurft að hugsa sig lengi um áður en hún hafði samband við svilkonu sína, sem hafi brugðist eins við. „En þegar hún grátandi stoppar allt í einu við og spyr mig að því hvað miðillinn heiti var ég vart búin að klára að segja nafnið þegar hún bregst strax við með grátstafinn í kverkunum og reiðiblandinni furðu, með þessum orðum: ,,Er hún á landinu?! Er þetta virkilega hún?"“ María hvetur fólk til að deila Facebook-færslunni. „Að leika sér svona með tilfinningar fólks er einfaldlega ljótt,“ skrifar hún. „Þetta viljum við aðstandendur að komi fram til að fólk geti séð hverslags manneskju hún hefur að geyma og vonum að þetta komi í veg fyrir að valda öðru fólki þvílíku uppnámi, með því að sem flestir sjái þessa færslu.“Skýr skilaboð að handan?Þann 20. ágúst síðastliðinn hafði vinkona mín, sem býr í Bolungarvík samband við mig. Hún hafð...Posted by María Ragnarsdóttir on Thursday, November 5, 2015Hafnar ásökunum Miðillinn, sem heitir Júlíana Torfhildur, hafnar þessum ásökunum og segist ekki einu sinni muna eftir því hvaða látna fólk kom fram á fundinum. Hún hafnar alfarið að hafa notað upplýsingar um fjölskyldu sína á fundinum og spyr einfaldlega: „Af hverju ætti ég að gera það?“ „Það að koma með svona mál, svona mörgum, mörgum mánuðum seinna, ég bara man þetta ekki,“ segir hún. „Ég hugsa ég hafi örugglega komið með svona sex eða sjö látna í gegn.“ Júlíana veltir því upp hvort verið sé að rugla henni saman við annan miðil sem var á fundinum, Marion Dampier-Jeans. Júlíana segist ekki hafa séð ásakanirnar en eftir að blaðamaður les fyrir hana hvað þar stendur segir hún: „Ég veit ekkert um hvern verið er að tala,“ segir Júlíana. Kollegarnir mundu meira Eftir að hafa rætt málið við kollega sína sem voru með henni á fundinum segir hún að ungur maður hafi komið fram á fundinum sem hún hafði talið hafa látist úr krabbameini, en að sá miðill sem kom á eftir henni hafi séð sama mann sem hafi ekki látist úr krabbameini heldur af öðrum orsökum. „Svo þessi blessaða kona sem á að vera skild mér sem ég ekki veit hver er hefur ekki fengið réttar upplýsingar,“ segir hún.En hafnar þú þá því að hafa notað upplýsingar um eigin fjölskyldu? „Ég hef enga þörf á því. Hér úti í Danmörku tala ég við fleiri hundruð manns yfir mánuðinn, hef nóg að gera, og af hverju ætti ég að gera svoleiðis,“ segir hún. „Þegar ég miðla þá segi ég hverjir koma fram á fundinum, ég stend ekkert og hugsa mig um hvað ég á að segja.“ Tengdar fréttir Anna Birta stóðst skyggnilýsingapróf upp á hundrað Forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands segir efahyggjumenn ekki málefnalega í gagnrýni sinni á miðla. Heimspekingur segir siðferðilega rangt að blekkja fólk. 4. nóvember 2015 08:00 "Hvernig getur þetta farið fyrir brjóstið á ykkur?“ spyr Anna Birta Anna Birta Lionaraki svarar fólki á Facebook-síðu sinni. 4. nóvember 2015 19:19 Frosti við Önnu miðil: Fáðu þér heiðarlega vinnu Hart var tekist á um starfsemi spámiðla í Íslandi í dag fyrr í kvöld. 2. nóvember 2015 20:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Íslenskur miðill, sem kom með hóp miðla með sér á Vestfirði í ágústmánuði, sætir harðri gagnrýni á Facebook þar sem hún er sögð hafa nýtt sér upplýsingar um látinn eiginmann móðursystur sinnar. María Ragnarsdóttir segir frá viðbrögðum sínum, mannsins síns og svilkonu við því sem fram kom á skyggnilýsingafundinum. Hún segist vera efasemdamanneskja en að hún hafi grátið þegar hún heyrði lýsinguna á fundinum.Tengdu við lýsinguna „Ég hugsaði með mér að ef einhver myndi koma svona í gegnum miðil þá væri það þessi yndislegi mágur minn sem stúderaði andleg málefni af kappi og hafði mikla trú á annarri tilvist,“ skrifar hún. María tók ákvörðun um að segja manninum sínum frá því að bróðir hans hefði kannski komið fram. „Hans viðbrögð voru nákvæmlega eins og mín, hann grét. Þráin eftir fréttum af nákomnum ættingja er slík að allar varnir brotna niður,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi ekki þurft að hugsa sig lengi um áður en hún hafði samband við svilkonu sína, sem hafi brugðist eins við. „En þegar hún grátandi stoppar allt í einu við og spyr mig að því hvað miðillinn heiti var ég vart búin að klára að segja nafnið þegar hún bregst strax við með grátstafinn í kverkunum og reiðiblandinni furðu, með þessum orðum: ,,Er hún á landinu?! Er þetta virkilega hún?"“ María hvetur fólk til að deila Facebook-færslunni. „Að leika sér svona með tilfinningar fólks er einfaldlega ljótt,“ skrifar hún. „Þetta viljum við aðstandendur að komi fram til að fólk geti séð hverslags manneskju hún hefur að geyma og vonum að þetta komi í veg fyrir að valda öðru fólki þvílíku uppnámi, með því að sem flestir sjái þessa færslu.“Skýr skilaboð að handan?Þann 20. ágúst síðastliðinn hafði vinkona mín, sem býr í Bolungarvík samband við mig. Hún hafð...Posted by María Ragnarsdóttir on Thursday, November 5, 2015Hafnar ásökunum Miðillinn, sem heitir Júlíana Torfhildur, hafnar þessum ásökunum og segist ekki einu sinni muna eftir því hvaða látna fólk kom fram á fundinum. Hún hafnar alfarið að hafa notað upplýsingar um fjölskyldu sína á fundinum og spyr einfaldlega: „Af hverju ætti ég að gera það?“ „Það að koma með svona mál, svona mörgum, mörgum mánuðum seinna, ég bara man þetta ekki,“ segir hún. „Ég hugsa ég hafi örugglega komið með svona sex eða sjö látna í gegn.“ Júlíana veltir því upp hvort verið sé að rugla henni saman við annan miðil sem var á fundinum, Marion Dampier-Jeans. Júlíana segist ekki hafa séð ásakanirnar en eftir að blaðamaður les fyrir hana hvað þar stendur segir hún: „Ég veit ekkert um hvern verið er að tala,“ segir Júlíana. Kollegarnir mundu meira Eftir að hafa rætt málið við kollega sína sem voru með henni á fundinum segir hún að ungur maður hafi komið fram á fundinum sem hún hafði talið hafa látist úr krabbameini, en að sá miðill sem kom á eftir henni hafi séð sama mann sem hafi ekki látist úr krabbameini heldur af öðrum orsökum. „Svo þessi blessaða kona sem á að vera skild mér sem ég ekki veit hver er hefur ekki fengið réttar upplýsingar,“ segir hún.En hafnar þú þá því að hafa notað upplýsingar um eigin fjölskyldu? „Ég hef enga þörf á því. Hér úti í Danmörku tala ég við fleiri hundruð manns yfir mánuðinn, hef nóg að gera, og af hverju ætti ég að gera svoleiðis,“ segir hún. „Þegar ég miðla þá segi ég hverjir koma fram á fundinum, ég stend ekkert og hugsa mig um hvað ég á að segja.“
Tengdar fréttir Anna Birta stóðst skyggnilýsingapróf upp á hundrað Forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands segir efahyggjumenn ekki málefnalega í gagnrýni sinni á miðla. Heimspekingur segir siðferðilega rangt að blekkja fólk. 4. nóvember 2015 08:00 "Hvernig getur þetta farið fyrir brjóstið á ykkur?“ spyr Anna Birta Anna Birta Lionaraki svarar fólki á Facebook-síðu sinni. 4. nóvember 2015 19:19 Frosti við Önnu miðil: Fáðu þér heiðarlega vinnu Hart var tekist á um starfsemi spámiðla í Íslandi í dag fyrr í kvöld. 2. nóvember 2015 20:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Anna Birta stóðst skyggnilýsingapróf upp á hundrað Forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands segir efahyggjumenn ekki málefnalega í gagnrýni sinni á miðla. Heimspekingur segir siðferðilega rangt að blekkja fólk. 4. nóvember 2015 08:00
"Hvernig getur þetta farið fyrir brjóstið á ykkur?“ spyr Anna Birta Anna Birta Lionaraki svarar fólki á Facebook-síðu sinni. 4. nóvember 2015 19:19
Frosti við Önnu miðil: Fáðu þér heiðarlega vinnu Hart var tekist á um starfsemi spámiðla í Íslandi í dag fyrr í kvöld. 2. nóvember 2015 20:16