Innlent

Ungmenni með læti í Kópavogi í nótt

Vísir/Vilhelm
Lögreglan hafði afskipti af þremur sautján ára piltum fyrir utan sama veitingahúsið í Kópavogi í nótt. Einn var með fíkniefni í fórum  sínum, annar var undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji var barinn í andlitið þegar hann reyndi að stöðva slagsmál.

Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, en ekkert segir um afdrif árásarmannanna í skeyti lögreglunnar. Öll málin voru tilkynnt til Barnaverndar og haft var samband við forráðamenn allra piltanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×