Fleiri fréttir

Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands

Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest.

Kafari baðst afsökunar

Jean-Luc Kister, kafari frönsku leyniþjónustunnar, baðst í gær afsökunar á árás á skipið Rainbow Warrior, flaggskip Grænfriðunga. Er þetta í fyrsta sinn sem Kister biðst opinberlega afsökunar á árásinni, sem átti sér stað þann 10. júlí árið 1984, en í árásinni lést portúgalski ljósmyndarinn Fernando Pereira.

Meirihlutinn vill úr ESB

Ný könnun sýnir að naumur meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið. Byr í seglin fyrir andstæðinga aðildar nú þegar þing kemur saman. Flóttamannavandinn í Evrópu virðist hafa áhrif á afstöðu fólks.

Vaxtaverkir, formlegheit og ný forysta

Aðalfundur Bjartrar framtíðar fór fram á laugardag. Lítið var um nýliða en allir helstu áhrifamenn flokksins voru saman komnir til að skipta um menn í brúnni.

Orkumálin heilla Söruh Palin

Sarah Palin telur að hún geti orðið góður orkumálaráðherra. Á meðan hún gegndi embætti ríkisstjóra í Alaska hafi hún lært sitthvað um olíu, gas og jarðefni

Aukin áhersla á börn

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, gerði ráðherra grein fyrir tillögunni á fundi í velferðarráðuneytinu fyrir helgi.

Með fölsuð vegabréf í leit að öryggi

Flestir þeirra flóttamanna sem teknir eru í Leifsstöð með ólögleg skilríki eru á leiðinni til Kanada. Meirihluti þeirra hefur áður sótt um hæli innan Schengen-svæðisins. Rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum spyr hvort Dyflinnarregl

Segja dýrum í gæludýraverslun lógað með klóróformi

Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug.

Merki um alvarlega vanrækslu þegar tannheilsa barna er slæm

Barnaverndaryfirvöldum hér á landi berast reglulega tilkynningar frá tannlæknum vegna slæmrar tannheilsu barna. Barnaverndarstofa lítur málið alvarlegum augum og segir sérfræðingur þar að í mörgum tilfellum sé um hreina vanrækslu að ræða.

Vill körfurólu af skólalóð

Sjö ára drengur tognaði í baki þegar svokölluð körfuróla, sem sex önnur börn sátu í, lenti á honum þegar hann var að leik á skólalóð fyrir skemmstu. Móðir drengsins telur mikla slysahættu vera af rólum af þessum toga og vill að þær verði fjarlægðar af skólalóðum grunn- og leikskóla.

Ætlar ekki að gefa sig

Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina.

Sjá næstu 50 fréttir