Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar verða í beinni frá Ungverjalandi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.
Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu. NordicPhotos/AFP
Ljóst er að mun fleiri flóttamenn munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum en fjölmargir hafa komið á lestarstöðina í Búdapest. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf. Hér má nálgast beina útsendingu.

Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×