Innlent

Töluverð umferð um Öxnadalsheiði eftir leikinn

Gissur Sigurðsson skrifar
Meðal annars óku þrír stórir hópferðabílar yfir heiðina. Mynd úr safni.
Meðal annars óku þrír stórir hópferðabílar yfir heiðina. Mynd úr safni.
Töluverð umferð var um Öxnadalsheiði á  öðrum  tímanum í nótt, sem er afar fátítt á þessum  árstíma  og á þessum tíma sólarhrings, að sögn  lögreglunnar  á Akureyri.

Nær allir bílarnir voru að koma að sunna áleiðis til Akureyrar, meðal annars þrír stórir hópferðabílar, og var skýringin á þessu sú að fólkið var að koma af landsleiknum.

Þrátt fyrir að hafa 
upplifað  mikla spennu  allan  leikinn, voru ökumenn poll rólegir, að sögn lögreglu, og var engin stöðvaður fyrir of hraðann akstur.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×