Innlent

Stökk upp á vélarhlíf bifreiðar og braut framrúðuna með hnefanum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast.
Lögregla hafði í nógu að snúast. Vísir
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn eftir að hafa stokkið upp á vélarhlíf bifreiðar og brotið framrúðu hennar með hnefanum. Bifreiðin hafði verið í akstri eftir Hverfisgötu. Atvikið áttu sér stað seint á fjórða tímanum.

Fyrr um kvöldið var kona handtekin við veitingahús í Austurbænum, hún var ofurölvi og hafði verið til vandræða. Þegar lögreglumenn hugðust aðstoða hana við að komast heim kom í ljós að hún var ekki með lykla að heimili sínu. Hún var því vistuð í fangageymslu á meðan ástand hennar lagast.

Að minnsta kosti sex ökumenn voru stöðvaðir og handteknir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Ein bifreiðin var stöðvuð á Hringbraut og í þeirri bifreið var farþegi sem var handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Nokkrum mínútum eftir miðnætti var tilkynnt um 15-20 laus hross við Tungubakka Mosfellsbæ. Hálftíma síðar var tilkynnt um 15 lausar kýr á vegi við Kjalarnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×