Biggi lögga segir „no comment“ Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2015 09:48 Biggi lögga, sem hefur komið fram á samfélagsmiðlum lögreglunnar, kýs að tjá sig ekki að þessu sinni. Biggi lögga segir „no comment“ um það þegar lögreglan henti fagnandi landsliðsmönnum og stuðningsmönnum út af veitingastað klukkan eitt í nótt – með vísan til opnunartíma.Eins og fram hefur komið á Vísi þá var lögreglan ströng á reglum um opnun veitingastaða í gær, þrátt fyrir sögulega stund í knattspyrnusögunni; þegar Ísland komst áfram á EM eftir jafntefli við Kasaka á Laugardalsvelli; og hún lokaði og vísaði gestum staðarins, landsliðsmönnum og stuðningsmönnum út. Í fréttinni getur að líta myndbandsbrot af fögnuðinum. Fótboltavefurinn fotbolti.net greindi frá málinu í morgun og má þar glögglega lesa á milli lína að blaðamanni er heitt í hamsi vegna þessa meinta takleysis og reglufestu lögreglunnar og er vísað til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði gefið til kynna að það yrði opið í nótt, hvað sem reglum líður. Og víða á samfélagsmiðlum má sjá menn velta þessari stífni fyrir sér. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur komið fram sem andlit lögreglunnar á samfélagsmiðlum hennar, með jákvæðni og það fyrir augum að vera í góðu sambandi við almenning. Vísir hafði samband við Bigga og spurði hvort rétt væri, sem fleygt er, að hann hafi farið fremstur í flokki lögregluliðs við að varpa landsliðsmönnunum á dyr? „Heyrðu, nei. Það er sannarlega ekki rétt. Ég var bara slakur heima hjá mér í fríi í gær,“ segir Biggi við opinni fyrirspurn Vísis á Facebookvegg sínum. Og bætir broskalli við.En, hvað finnst þér eiginlega um þetta? „Ég held að ég segi í þetta sinn, no comment,“ svarar Biggi, léttur í bragði. Tengdar fréttir Lögreglan stöðvaði fögnuð landsliðsins Lögreglan hafði afskipti af tveimur veitingahúsum í miðborginni upp úr klukkan eitt í nótt. 7. september 2015 07:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Biggi lögga segir „no comment“ um það þegar lögreglan henti fagnandi landsliðsmönnum og stuðningsmönnum út af veitingastað klukkan eitt í nótt – með vísan til opnunartíma.Eins og fram hefur komið á Vísi þá var lögreglan ströng á reglum um opnun veitingastaða í gær, þrátt fyrir sögulega stund í knattspyrnusögunni; þegar Ísland komst áfram á EM eftir jafntefli við Kasaka á Laugardalsvelli; og hún lokaði og vísaði gestum staðarins, landsliðsmönnum og stuðningsmönnum út. Í fréttinni getur að líta myndbandsbrot af fögnuðinum. Fótboltavefurinn fotbolti.net greindi frá málinu í morgun og má þar glögglega lesa á milli lína að blaðamanni er heitt í hamsi vegna þessa meinta takleysis og reglufestu lögreglunnar og er vísað til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði gefið til kynna að það yrði opið í nótt, hvað sem reglum líður. Og víða á samfélagsmiðlum má sjá menn velta þessari stífni fyrir sér. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur komið fram sem andlit lögreglunnar á samfélagsmiðlum hennar, með jákvæðni og það fyrir augum að vera í góðu sambandi við almenning. Vísir hafði samband við Bigga og spurði hvort rétt væri, sem fleygt er, að hann hafi farið fremstur í flokki lögregluliðs við að varpa landsliðsmönnunum á dyr? „Heyrðu, nei. Það er sannarlega ekki rétt. Ég var bara slakur heima hjá mér í fríi í gær,“ segir Biggi við opinni fyrirspurn Vísis á Facebookvegg sínum. Og bætir broskalli við.En, hvað finnst þér eiginlega um þetta? „Ég held að ég segi í þetta sinn, no comment,“ svarar Biggi, léttur í bragði.
Tengdar fréttir Lögreglan stöðvaði fögnuð landsliðsins Lögreglan hafði afskipti af tveimur veitingahúsum í miðborginni upp úr klukkan eitt í nótt. 7. september 2015 07:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Lögreglan stöðvaði fögnuð landsliðsins Lögreglan hafði afskipti af tveimur veitingahúsum í miðborginni upp úr klukkan eitt í nótt. 7. september 2015 07:56