„Hefði ef til vill verið betra fyrir mig persónulega ef ég hefði tapað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2015 12:14 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi oft hvarflað að honum hvort að hann sé vandamálið í samhengi við mikið fylgistap flokksins síðustu misseri. Mörgum er eflaust í fersku minni landsfundur Samfylkingarinnar fyrr á árinu þar sem Árni Páll rétt marði sigur á Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í formannskjöri.„Auðvitað hefði ef til vill verið betra fyrir mig persónulega ef ég hefði tapað en ég vann og ég verð að axla þá ábyrgð á því að ég hef umboðið og þá skiptir máli hvað þú gerir við það,“ sagði Árni Páll í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og bætti við:„Ef ég teldi að ég væri vandamálið og að aðrir flokkar væru ekki í neinum vanda þá væri það augljóst að lausnin hlyti að vera að ég stígi til hliðar. Það eru allir grónir flokkar í þessum vanda og flokknum var að ganga ágætlega undir minni forystu alveg þangað til… það byrjar að halla undan fæti um áramótin og svo sunkum við hressilega eftir landsfund.“Árni Páll sagði að hans mati væri fylgishrun flokksins tilkomið vegna víðtækrar vantrúar almennings á hefðbundnum stjórnmálum. Það væri því verkefni hans sem formanns Samfylkingarinnar að leggja fram hugmyndir um það hvernig flokkurinn getur brotist út úr þeirri stöðu.„Hvernig flokkurinn slíti af sér viðjar hins hefðbundna stjórnmálaflokks, breikki sig, opni sig, bjóði fleirum til samstarfs, hætti að tala eins og gamaldags, hefðbundinn stjórnmálaflokkur og að það sé besta framlagið sem ég geti gefið Samfylkingunni. Eftir stendur hins vegar að þetta snýst ekki um mig og það verður tækifæri til þess að fram fari allsherjar atkvæðagreiðsla um formann fyrir næstu kosningar. Þannig að ég mun þurfa að sækja mér umboð ef aðrir gefa kost á sér til formennsku.“ Viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við Árna Pál má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þeir ræða meðal annars mikla fylgisaukningu Pírata og gjaldmiðilsmál. Tengdar fréttir Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi oft hvarflað að honum hvort að hann sé vandamálið í samhengi við mikið fylgistap flokksins síðustu misseri. Mörgum er eflaust í fersku minni landsfundur Samfylkingarinnar fyrr á árinu þar sem Árni Páll rétt marði sigur á Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í formannskjöri.„Auðvitað hefði ef til vill verið betra fyrir mig persónulega ef ég hefði tapað en ég vann og ég verð að axla þá ábyrgð á því að ég hef umboðið og þá skiptir máli hvað þú gerir við það,“ sagði Árni Páll í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og bætti við:„Ef ég teldi að ég væri vandamálið og að aðrir flokkar væru ekki í neinum vanda þá væri það augljóst að lausnin hlyti að vera að ég stígi til hliðar. Það eru allir grónir flokkar í þessum vanda og flokknum var að ganga ágætlega undir minni forystu alveg þangað til… það byrjar að halla undan fæti um áramótin og svo sunkum við hressilega eftir landsfund.“Árni Páll sagði að hans mati væri fylgishrun flokksins tilkomið vegna víðtækrar vantrúar almennings á hefðbundnum stjórnmálum. Það væri því verkefni hans sem formanns Samfylkingarinnar að leggja fram hugmyndir um það hvernig flokkurinn getur brotist út úr þeirri stöðu.„Hvernig flokkurinn slíti af sér viðjar hins hefðbundna stjórnmálaflokks, breikki sig, opni sig, bjóði fleirum til samstarfs, hætti að tala eins og gamaldags, hefðbundinn stjórnmálaflokkur og að það sé besta framlagið sem ég geti gefið Samfylkingunni. Eftir stendur hins vegar að þetta snýst ekki um mig og það verður tækifæri til þess að fram fari allsherjar atkvæðagreiðsla um formann fyrir næstu kosningar. Þannig að ég mun þurfa að sækja mér umboð ef aðrir gefa kost á sér til formennsku.“ Viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við Árna Pál má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þeir ræða meðal annars mikla fylgisaukningu Pírata og gjaldmiðilsmál.
Tengdar fréttir Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10