Innlent

Merki um alvarlega vanrækslu þegar tannheilsa barna er slæm

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Barnaverndaryfirvöldum hér á landi berast reglulega tilkynningar frá tannlæknum vegna slæmrar tannheilsu barna. Barnaverndarstofa lítur málið alvarlegum augum og segir sérfræðingur þar að í mörgum tilfellum sé um hreina vanrækslu að ræða.

Undanfarið hefur Stöð 2 greint frá slæmri tannheilsu barna á Íslandi. Á hverju ári eru yfir þrjú hundruð börn svæfð svo tannlæknar geti gert á þeim flóknar aðgerðir og tennur jafnvel dregnar úr allt niður í eins árs gömlum börnum.  Steinunn Bergmann, sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir að í slíkum tilfellum sé oft um vanrækslu að ræða.

„Það er tvímælalaust vanræksla ef að það þarf að taka tennur úr mjög ungum börnum. Það getur verið merki um alvarlega vanrækslu vegna þess að þá hefur annað hvort matarræði ekki verið í samræmi við þarfir barnsins eða að tannhirðu hafi verið verulega ábótavant, og það er tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda,“ útskýrir hún. 

Steinunn telur að tannlæknar séu í lykilaðstoðu hvað varðar að koma auga á vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni og að þeir tilkynni slík mál reglulega. Líkamleg vanræksla gagnvart barni felur í sér að foreldri hafi brugðist skyldu sinni til að sinna grunnþörfum barns, til dæmis þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Þetta á til að mynda við þegar tannhirðu barns er ekki sinnt, sem leiðir af sér alvarlegar tannskemmdir. 


Tengdar fréttir

Bursta tennur barna í leikskólanum

Tennur barna í leikskólum í Breiðholti og víðar eru burstaðar af leikskólakennurum. Að minnsta kosti þrjúhundruð börn eru svæfð á hverju ári vegna tannviðgerða.

Íslensk börn missa tennur vegna hirðuleysis

Algengt er að taka þurfi tennur úr allt niður í eins árs gömlum börnum hér á landi vegna slæmrar tannumhirðu. Barnatannlæknir sem starfar í Reykjavík svæfir og gerir flóknar tannaðgerðir á á þremur til fjórum börnum í viku.

Vanhirða barnatanna hefur víðtæk áhrif

Ef tennur eru teknar úr börnum á unga aldri eru mun meiri líkur á, að þau þurfi á tannréttingum að halda síðar á lífsleiðinni. Sérfræðingur í tannréttingum segir það vera að færast í aukana að börn tapi tönnum allt of snemma og það geti haft áhrif á ýmsa þroskaþætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×