Fleiri fréttir

Fjárlögin hallalaus í þriðja sinn í röð

Áhersla er lögð á niðurgreiðslu erlendra skulda til að draga úr vaxtakostnaði ríkisins, segir fjármálaráðherra. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um leið og tollar falla niður af fötum og skóm.

Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn

Svíar og Þjóðverjar hvetja önnur ESB-lönd til að taka við fleiri flóttamönnum. Varakanslari Þýskalands segir Þjóðverja geta tekið við hálfri milljón manna árlega. Það væri sambærilegt við tvö þúsund manns hér á landi.

Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum.

Stefnir í metár hælisumsókna á árinu

„Allt útlit er fyrir að árið 2015 verði metár í hælisumsóknum á Íslandi,“ segir í umfjöllun á vef Útlendingastofnunar. Frá ársbyrjun og til ágústloka höfðu 154 einstaklingar sótt hér um hæli, sem er sagt 66 prósenta aukning frá fyrra ári. Þá höfðu á sama tíma borist 93 hælisumsóknir.

Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi

Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni.

Varnarmálin aftur á dagskrá

Farið er fram á 1.042,2 milljónir króna undir liðnum „varnarmál“ í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár.

Vill samtök fyrir vini Höfðans

„Ég vil koma í veg fyrir að Höfðinn fari undir lúpínuna, það er ósköp einfalt mál,“ segir Steindór Haraldsson, sveitarstjórnarmaður á Skagaströnd, sem íhugar að stofna samtök vina Spákonufellshöfða.

Vilja hjálpa flóttamönnum

„Við viljum kanna alla möguleika, hvernig við getum komið að þessu,“ segir Lovísa Rósa Bjarnadóttir, varaformaður bæjarráðs sveitarfélagsins Hornafjarðar, en bæjarráð samþykkti í vikunni að það kæmi í hlut félagsmálastjóra sveitarfélagsins að vera í sambandi við velferðarráðuneytið um hvernig Hornafjörður geti hjálpað og mögulega tekið á móti flóttamönnum.

Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn

"Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“

Stöð 2 í Búdapest: Allir verða að axla ábyrgð

Íbúar Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, telja að stjórnvöld þar í landi verði að beita sér með öðrum hætti til að leysa flóttamannavandann. Þeir telja ennfremur að önnur ríki evrópu verði að axla ábyrgð í málinu.

Sjá næstu 50 fréttir