Met Elísabetar Bretadrottningar: „Hefur verið klettur stöðugleika í síbreytilegum heimi“ Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 9. september 2015 10:52 Mikill mannfjöldi var saman kominn á Waverley-lestarstöðinni í Edinborg í morgun þegar drottningin kom til borgarinnar. Vísir/AFP Elísabet II Bretadrottning verður síðar í dag sá þjóðhöfðingi Breta sem lengst hefur setið á valdastóli. Hún slær þá met langalangaömmu sinnar, Viktoríu drottningar. Þetta gerist klukkan 16:30 að íslensku tíma en þá verður hún búin að sitja á drottningarstóli í 63 ár og sjö mánuði, eða 23,226 daga, sextán klukkustundir og um það bil 30 mínútur.Sinnir embættisverkum í SkotlandiDrottningin, sem er 89 ára gömul, mun sinna opinberum embættisstörfum í Skotlandi þegar þessi merki áfangi næst. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Waverley-lestarstöðinni í Edinborg í morgun þar sem lestarinnar með drottningu um borð var beðið. Veður setti þó strik í reikninginn og seinkaði komunni um einhverjar mínútur. Störfum neðri deildar breska þingsins verður hætt í um hálftíma síðar í dag þegar David Cameron forsætisráðherra hyggst flytja tölu og hylla drottninguna. Cameron tísti fyrr í dag að síðustu 63 árin hafi drottningin verið „klettur stöðugleika í síbreytilegum heimi“.Tilviljun örlaganna Núverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki fæddur þegar Elísabet varð drottning og má segja að hún hafi gengið með þjóð sinni í gegnum alla nútímasögu Evrópu. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 þegar faðir hennar, Georg VI, féll frá. Segja má að Elísabet hafi í raun orðið drottning fyrir tilviljun örlaganna vegna þess að faðir hennar átti í fyrstu aldrei að verða konungur. Þegar föðurbróðir hennar Játvarður áttundi afsalaði sér konungstign vegna sambands hans við Wallis Simpson tók faðir Elísabetar við krúnunni og varð þá Georg sjötti. Hann lést fimmtán árum síðar og Elísabet varð drottning aðeins 25 ára gömul í febrúar 1952 og krýnd í júní ári síðar. Þá var Winston Churchill forsætisráðherra sem var hlýtt til drottningarinnar. Þar á eftir komu Wilson og Margaret Thacher svo dæmi séu tekin af þeim tólf forsætisráðherrum sem hafa þjónað henni, nú síðast Cameron en fjórtán ár voru í fæðingu hans þegar Elísabet varð drottning.Móðir Elísabetar varð 102 ára „Ég lýsi yfir frammi fyrir ykkur öllum að allt mitt líf, hvort sem það verður langt eða stutt, mun ég tileinka þjónustu við ykkur og fjölskyldu þess mikla heimsveldisins sem við tilheyrum,“ sagði Elísabet II í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu. Og það gæti orðið langur tími því móðir hennar og nafna varð 102 ára en drottningin, sem nú er 89 ára, hefur sagt að starf hennar sé ævistarf. Hún gæti því átt eftir að ríkja í rúman áratug í viðbót. Tíu menn hafa verið forseti Bandaríkjanna á valdatíma Elísabetar og hún hefur hitt þá alla, eins og vandræðatólið Nixon, Hollywood leikarann Ronald Reagan sem hún fór í útreiðartúr með, Bush feðgana George eldra og yngri, Bill Clinton og núna síðast Barack Obama. Þá hafa níu menn setið á páfastóli í valdatíð hennar.Aðlaga sig breyttum tímum Simon Lewis, fyrrverandi upplýsingafulltrúi drottningarinnar, sagði nýlega að konungsfjölskyldunni hafi tekist að aðlaga sig breyttum tímum og komist í gegnum margar tilvistarkreppur, aðallega vegna hæfileika drottningarinnar. Sú alvarlegasta hafi verið skilnaðir barna hennar og dauði Díönu prinsessu.Millions of people across Britain will today mark the historic moment when Queen Elizabeth becomes our longest serving monarch (1/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 Her Majesty has been a rock of stability in a world of constant change, earning admiration for her selfless sense of service & duty (2/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 It is only right that we should celebrate her extraordinary record, as well as the grace & dignity with which she serves our country (3/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Elísabet II Bretadrottning verður síðar í dag sá þjóðhöfðingi Breta sem lengst hefur setið á valdastóli. Hún slær þá met langalangaömmu sinnar, Viktoríu drottningar. Þetta gerist klukkan 16:30 að íslensku tíma en þá verður hún búin að sitja á drottningarstóli í 63 ár og sjö mánuði, eða 23,226 daga, sextán klukkustundir og um það bil 30 mínútur.Sinnir embættisverkum í SkotlandiDrottningin, sem er 89 ára gömul, mun sinna opinberum embættisstörfum í Skotlandi þegar þessi merki áfangi næst. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Waverley-lestarstöðinni í Edinborg í morgun þar sem lestarinnar með drottningu um borð var beðið. Veður setti þó strik í reikninginn og seinkaði komunni um einhverjar mínútur. Störfum neðri deildar breska þingsins verður hætt í um hálftíma síðar í dag þegar David Cameron forsætisráðherra hyggst flytja tölu og hylla drottninguna. Cameron tísti fyrr í dag að síðustu 63 árin hafi drottningin verið „klettur stöðugleika í síbreytilegum heimi“.Tilviljun örlaganna Núverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki fæddur þegar Elísabet varð drottning og má segja að hún hafi gengið með þjóð sinni í gegnum alla nútímasögu Evrópu. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 þegar faðir hennar, Georg VI, féll frá. Segja má að Elísabet hafi í raun orðið drottning fyrir tilviljun örlaganna vegna þess að faðir hennar átti í fyrstu aldrei að verða konungur. Þegar föðurbróðir hennar Játvarður áttundi afsalaði sér konungstign vegna sambands hans við Wallis Simpson tók faðir Elísabetar við krúnunni og varð þá Georg sjötti. Hann lést fimmtán árum síðar og Elísabet varð drottning aðeins 25 ára gömul í febrúar 1952 og krýnd í júní ári síðar. Þá var Winston Churchill forsætisráðherra sem var hlýtt til drottningarinnar. Þar á eftir komu Wilson og Margaret Thacher svo dæmi séu tekin af þeim tólf forsætisráðherrum sem hafa þjónað henni, nú síðast Cameron en fjórtán ár voru í fæðingu hans þegar Elísabet varð drottning.Móðir Elísabetar varð 102 ára „Ég lýsi yfir frammi fyrir ykkur öllum að allt mitt líf, hvort sem það verður langt eða stutt, mun ég tileinka þjónustu við ykkur og fjölskyldu þess mikla heimsveldisins sem við tilheyrum,“ sagði Elísabet II í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu. Og það gæti orðið langur tími því móðir hennar og nafna varð 102 ára en drottningin, sem nú er 89 ára, hefur sagt að starf hennar sé ævistarf. Hún gæti því átt eftir að ríkja í rúman áratug í viðbót. Tíu menn hafa verið forseti Bandaríkjanna á valdatíma Elísabetar og hún hefur hitt þá alla, eins og vandræðatólið Nixon, Hollywood leikarann Ronald Reagan sem hún fór í útreiðartúr með, Bush feðgana George eldra og yngri, Bill Clinton og núna síðast Barack Obama. Þá hafa níu menn setið á páfastóli í valdatíð hennar.Aðlaga sig breyttum tímum Simon Lewis, fyrrverandi upplýsingafulltrúi drottningarinnar, sagði nýlega að konungsfjölskyldunni hafi tekist að aðlaga sig breyttum tímum og komist í gegnum margar tilvistarkreppur, aðallega vegna hæfileika drottningarinnar. Sú alvarlegasta hafi verið skilnaðir barna hennar og dauði Díönu prinsessu.Millions of people across Britain will today mark the historic moment when Queen Elizabeth becomes our longest serving monarch (1/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 Her Majesty has been a rock of stability in a world of constant change, earning admiration for her selfless sense of service & duty (2/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 It is only right that we should celebrate her extraordinary record, as well as the grace & dignity with which she serves our country (3/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira