Innlent

Tölfræðin ósammála forsætisráðherra - Ísland ekki grænast

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína þegar Alþingi kom saman í kvöld eftir sumarfrí.
Forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína þegar Alþingi kom saman í kvöld eftir sumarfrí. vísir/vilhelm
„Ekkert annað land kemst nálægt því að ná sama hlutfalli grænnar orku,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Nær öll íslensk orka er framleidd með umhverfisvænum, endurnýjanlegum orkugjöfum,“ sagði hann enn fremur.

Ef vel er að gáð má hins vegar sjá að samkvæmt úttekt orkumálastofnunnar Bandaríkjanna á orkuframleiðslu ríkja heimsins stenst sú fullyrðing að Ísland sé framar öllum öðrum löndum ekki. Nýjustu aðgengilegu tölur eru frá árinu 2012.

Hlutfall endurnýjanlegrar orku hér á landi er með því hæsta sem sést í heiminum, 99,98 prósent, en þó eru fjögur lönd sem slá okkur við. Albanir mælast örlítið hærri en Íslendingar en talan námundast þó einnig með 99,98 og þá er hlutfall endurnýjanlegrar orku í Bútan og Paragvæ 99,99 prósent. Lesótó trónir síðan á toppnum. Þar er hlutfall endurnýjanlegrar orku hundrað prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×