Innlent

Kópavogur vill taka við flóttamönnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir7Gva
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma í kvöld ályktun þar sem bærinn lýsir sig reiðubúinn til að taka á móti flóttafólki.

Bæjarstjóra er í henna falið að koma þeirri afstöðu á framfæri við Velferðarráðuneytið og vinna að frekari undirbúningi í samvinnu við ráðuneyti, félagsmálastjóra og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

„Kópavogsbær vill sýna ábyrgð og telur eðlilegt að bærinn, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, bjóði flóttafólki aðstoð, í hlutfalli við stærð sína,“ segir í ályktuninni.

Bæjarfélagið fetar þannig í fótspor annarra byggðarlaga sem hafa samþykkt sambærilegar ályktanir á síðustu dögum. Má sem dæmi nefna stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg sem og Ísafjarðarbæ, Akureyri, Fjarðabyggð auk annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×