Innlent

Hlýtt og gott fyrir gistiskýlið og Konukot

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Ásgerður Kjartansdóttir er ein þeirra sem hefur heklað húfur sem munu fara til Gistiskýlisins á Lindargötu og Konukots.
Ásgerður Kjartansdóttir er ein þeirra sem hefur heklað húfur sem munu fara til Gistiskýlisins á Lindargötu og Konukots. Mynd/Stöð2
Facebook hópurinn "Hlýtt og gott fyrir Lindargötu og Konukot“ var stofnaður í gærkvöldi og hafa nú þegar yfir 300 manns skráð sig. Vigdís Garðarsdóttir stofnaði hópinn en segir hún hugmyndina hafa kviknað eftir að systir hennar vakti máls á stöðu þeirra sem nýta sér aðstöðuna.

Markmiðið með hópnum er að stofna vettvang þar sem einstaklingar geta gefið heimagerðar húfur og vettlinga, trefla og hvað eina annað sem nýst gæti þeim sem þiggja aðstoð gistiskýlanna í vetrarkuldanum.

Ásgerður Kjartansdóttir er einn meðlima hópsins. Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að taka þátt í þessu verkefni segir hún: "Þegar ég sá þetta ákall fyrir Lindargötu og Konukot þá rann mér blóðið til skyldunnar, en ég er búin að vera að hekla í talsverðan tíma úr afgangsgarni og mér fannst þetta bara tilvalið verkefni.“


Tengdar fréttir

Engum vísað frá í nýja gistiskýlinu

Gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn verður flutt úr Þingholtsstræti að Lindargötu 48 á mánudaginn. Tryggvi Magnússon umsjónarmaður fagnar bættum aðstæðum fyrir utangarðsmenn. Segir erfitt að horfa á þjáningar meðbræðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×