Innlent

Stöð 2 í Búdapest: Allir verða að axla ábyrgð

Höskuldur Kári Schram skrifar
Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, hefur verið í Búdapest undanfarna daga og meðal annars rætt við íbúa borgarinnar um flóttamannavandann.
Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, hefur verið í Búdapest undanfarna daga og meðal annars rætt við íbúa borgarinnar um flóttamannavandann.
Íbúar Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, telja að stjórnvöld þar í landi verði að beita sér með öðrum hætti til að leysa flóttamannavandann. Þeir telja ennfremur að önnur ríki Evrópu verði að axla ábyrgð í málinu.

Mannréttindarsamtök hafa gagnrýnt stjórnvöld í Ungverjalandi vegna viðbragða þeirra við flóttamannastraumnum. Ungversk stjórnvöld hafa ákveðið að reisa fleiri gaddavírsgirðingar við landamæri Serbíu og settu nýlega aukinn kraft í þær framkvæmdir.

Málið er mjög umdeilt í Ungverjalandi. Þeir íbúar Búdapest sem Höskuldur Kári Schram fréttamaður talaði við í gær voru frekar á því að stjórnvöld ættu að beita öðrum og mildari aðferðum til að mæta þeim vanda sem við blasir út af auknum straumi flóttamanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtöl Höskuldar við íbúa borgarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×