Sýrlenskur flóttamaður í fangelsi við komuna til Íslands Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. september 2015 07:00 Systkinin Lina og Yassar lýsa hversdegi sem bíður flóttamanna sem koma til landsins. Vísir/Stefán Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“ Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira