Fleiri fréttir

Verðbólgan hefur engin áhrif á vændi

Verð á vændi hefur ekki fylgt vísitölu neysluverðs sem neinu nemur. Vændiskonur þurfa að vinna töluvert meira eigi þær að búa við sömu kjör og fyrir tíu árum. Afbrotafræðingur segir framboð og eftirspurn stýra verði í undirheimum.

Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur

Hýryrði 2015 er nýyrðakeppni Samtakanna '78. Markmið keppninnar er bæði að styrkja íslenska tungu og fræða fólk um fjölbreytnina innan hinsegin samfélagsins. Að vera hinsegin einskorðast ekki við samkynhneigð líkt og margir halda.

Diguryrðin yfirgnæfðu

Donald Trump tryggði sér mestu athyglina í sjónvarpskappræðum tíu repúblikana, sem allir keppa að því að verða forsetaefni flokks síns á næsta ári.

Ánægð með afstöðu Ólafar

Kristín Cardew fagnar áformum innanríkisráðherra um breytta mannanafnalöggjöf. Dóttir Kristínar er vegabréfslaus því nafn hennar fæst ekki samþykkt.

Súrt regn og snjór á Vatnajökli mengaður áli

Mikið af súru regni féll á landinu í eldgosinu í Holuhrauni og snjór nálægt eldstöðvunum á Vatnajökli er mengaður áli. Vísindamaður við Háskóla Íslands segir enn óljóst hver áhrifin verði á gróður og dýralíf. Íslendingar geti þakkað vondu veðri í vetur sem veitt hafi vissa vernd fyrir skaðlegum áhrifum gossins.

„Rútan er gjörónýt“

Rúta SBA-Norðurleiðar brann til kaldra kola í Víkurskarði í gær. Engan sakaði en eldsupptök eru ókunn.

Ferðalangurinn Jüri komst úr landi

"Mig langar til að þakka öllum Íslendingunum sem ég hitti og kynntist á ferðalagi mínu um landið,“ segir eistneski ferðalangurinn Jüri Burmeister.

Höfða skaðabótamál vegna átján mánaða á öryggisgangi

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru vistaðir á öryggisgangi á Litla-Hrauni í átján mánuði vegna gruns um að hafa beitt samfanga sinn ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Lögmaður Annþórs segir vistunina ólögmæta.

Hundruð unglinga komin til Úteyjar

Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað.

Enn gríðarlegt álag hjá sýslumanninum

Einhverjar vikur eru í að málahraði komist í eðlilegt horf hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á milli 11 og 12 þúsund þinglýsingamál söfnuðust upp í verkfalli BHM. Dæmi um að fólk hafi hætt við skilnað í löngu verkfallinu.

Fleiri ökutækjum en reiðhjólum stolið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningar um 227 stolin reiðhjól fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 235 tilkynningar um stolin ökutæki á sama tíma. Algengt er að einstaklingar steli mörgum hjólum og selji á internetinu.

Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður

Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland.

Sjá næstu 50 fréttir