Súrt regn og snjór á Vatnajökli mengaður áli Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 19:30 Mikið af súru regni féll á landinu í eldgosinu í Holuhrauni og snjór nálægt eldstöðvunum á Vatnajökli er mengaður áli. Vísindamaður við Háskóla Íslands segir enn óljóst hver áhrifin verði á gróður og dýralíf. Íslendingar geti þakkað vondu veðri í vetur sem veitt hafi vissa vernd fyrir skaðlegum áhrifum gossins. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði, frá frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015 og allan þann tíma rigndi súru regni á landinu vegna brennisteinsmengunar. Lægstu gildin mældust á Höfn á Hornafirði þar sem rigningin varð gallsúr. „Alveg frá upphafi til loka gossins þá er að falla súrt regn öðru hvoru á Íslandi og til dæmis var fylgst vel með þessu á Höfn á Hornafirði á veðurathugunarstöðinni þar. Það var viðvarandi súrt regn þar eftir að Veðurstofan og Jarðvísindastofnun byrja mælingar þar á úrkomu. Það er oft gallsúrt regn sem féll þar, lægsta ph magn sem þau mældu var 3.2.“ Í Holuhrauni snjóaði líka súrum snjó, þá mældu vísindamenn háan styrk málma í snjó, svo sem ál, í Vatnajökli og í kringum eldstöðvarnar og hafa áhyggjur af umhverfisáhrifum vegna hans. „Við höfum verið að rannsaka snjó, bæði á meðan á gosi stóð og uppi á eldstöðvunum. Það féll gallsúr snjór þar. Það eru málmsölt sem koma upp með gasinu, þau eru vatnsleysanleg. Það eru málmsölt eins og ál. Ál í vatnslausn getur verið mjög hættulegt eiturefni og getur til dæmis drepið fisk á ám og vötnum. Þegar súra regnið var hvað mest í Skandinavíu á sjöunda og áttunda áratugnum. Þá var það álið sem drap fiskinn.“ Sigurður Reynir og fleiri vísindamenn höfðu miklar áhyggjur af mengun vegna áls í snjó því þegar snjóa leysti en sviptingar í vorveðrinu gerðu það að verkum að áhrifanna hefur gætt í minna mæli. Enn er þó óljóst hver áhrif verða á gróður. „Þetta leiðindaveður sem við höfðum var okkur til mikils happs. Það var frost og þíða til skiptis. Þá jafnóðum skolaðist mengunin út og henni var dælt út í vötnin. Doktorsnemar mínar og nýdoktarar hafa verið að koma fyrir svokölluðum lífhimnusöfnurum í dragám í Austurlandi og við Jökulsá á Fjöllum, þar fáum við upplýsingar um meðalefnasamsetningu á hverjum degi. Það sem við sjáum er að þetta virðist hafa lukkast vel. Við myndum vita það nú þegar ef þetta hefði farið illa því seiði og fiskur hefði flotið dauður upp. Hins vegar er ekki eins ljóst hvaða áhrif þetta hefur á gróður. Það á eftir að koma í ljós. Svo sjáum við hvernig fóðrið verður í sumar af túnum þar sem veruleg mengun var.“ Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Mikið af súru regni féll á landinu í eldgosinu í Holuhrauni og snjór nálægt eldstöðvunum á Vatnajökli er mengaður áli. Vísindamaður við Háskóla Íslands segir enn óljóst hver áhrifin verði á gróður og dýralíf. Íslendingar geti þakkað vondu veðri í vetur sem veitt hafi vissa vernd fyrir skaðlegum áhrifum gossins. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði, frá frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015 og allan þann tíma rigndi súru regni á landinu vegna brennisteinsmengunar. Lægstu gildin mældust á Höfn á Hornafirði þar sem rigningin varð gallsúr. „Alveg frá upphafi til loka gossins þá er að falla súrt regn öðru hvoru á Íslandi og til dæmis var fylgst vel með þessu á Höfn á Hornafirði á veðurathugunarstöðinni þar. Það var viðvarandi súrt regn þar eftir að Veðurstofan og Jarðvísindastofnun byrja mælingar þar á úrkomu. Það er oft gallsúrt regn sem féll þar, lægsta ph magn sem þau mældu var 3.2.“ Í Holuhrauni snjóaði líka súrum snjó, þá mældu vísindamenn háan styrk málma í snjó, svo sem ál, í Vatnajökli og í kringum eldstöðvarnar og hafa áhyggjur af umhverfisáhrifum vegna hans. „Við höfum verið að rannsaka snjó, bæði á meðan á gosi stóð og uppi á eldstöðvunum. Það féll gallsúr snjór þar. Það eru málmsölt sem koma upp með gasinu, þau eru vatnsleysanleg. Það eru málmsölt eins og ál. Ál í vatnslausn getur verið mjög hættulegt eiturefni og getur til dæmis drepið fisk á ám og vötnum. Þegar súra regnið var hvað mest í Skandinavíu á sjöunda og áttunda áratugnum. Þá var það álið sem drap fiskinn.“ Sigurður Reynir og fleiri vísindamenn höfðu miklar áhyggjur af mengun vegna áls í snjó því þegar snjóa leysti en sviptingar í vorveðrinu gerðu það að verkum að áhrifanna hefur gætt í minna mæli. Enn er þó óljóst hver áhrif verða á gróður. „Þetta leiðindaveður sem við höfðum var okkur til mikils happs. Það var frost og þíða til skiptis. Þá jafnóðum skolaðist mengunin út og henni var dælt út í vötnin. Doktorsnemar mínar og nýdoktarar hafa verið að koma fyrir svokölluðum lífhimnusöfnurum í dragám í Austurlandi og við Jökulsá á Fjöllum, þar fáum við upplýsingar um meðalefnasamsetningu á hverjum degi. Það sem við sjáum er að þetta virðist hafa lukkast vel. Við myndum vita það nú þegar ef þetta hefði farið illa því seiði og fiskur hefði flotið dauður upp. Hins vegar er ekki eins ljóst hvaða áhrif þetta hefur á gróður. Það á eftir að koma í ljós. Svo sjáum við hvernig fóðrið verður í sumar af túnum þar sem veruleg mengun var.“
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira