Rekinn úr blaðamannaskóla vegna peningavandræða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 14:43 Atli Þór, til vinstri, býr í Edinborg og gengur þar í skóla. Vísir/Arnþór Atli Þór Fanndal blaðamaður var rekinn úr mastersnámi í blaðamannaskólanum Napier vegna þess að hann gat ekki greitt skólagjöld haustannar. Hann er ósáttur við viðbrögð skólans en þar sem honum var vikið samstundis úr skólanum gat hann ekki klárað önnina sem nú stendur yfir þrátt fyrir að hafa greitt hana að fullu. Blaðamaðurinn sjálfur segir peningavandræði sín orsakast af sívaxandi fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar, DV og fleiri miðla. Fjallað var um mál Atla í skoska blaðinu The Ferret og gerð ítarleg grein fyrir stöðu Atla, honum lýst sem íslenskum, mjúkmálum [e. softspoken] rannsóknarblaðamanni sem átti þátt í að koma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, af stóli og fjallað um hvernig peningavandræði hans stafi af fækkandi starfsmöguleikum hans hér á landi í kjölfar vendinga á fjölmiðlamarkaði. „Fanndal segir að peningavandamál hans orsakist beinlínis af starfi hans sem rannsóknarblaðamaður. Blaðamaðurinn íslenski skrifaði oft í blaðið DV. En honum var tjáð fyrr á árinu að ekki væri lengur þörf á skrifum hans í blaðið, stuttu eftir að blaðið var keypt af Birni Inga Hrafnssyni, íslenskum fjölmiðlamógúl sem er tengdur forsætisráðherra Íslands. Skrif Fanndals hafa oft verið gagnrýnin á störf forsætisráðherra og Framsóknarflokksins,“ segir í greininni.Greinina má lesa hér í heild sinni.Mikla athygli vakti þegar breytingar voru gerðar á DV á árinu. Björn Ingi var einn kaupenda að blaðinu. Vísir / GVA / ErnirSegir heim DV póstmódernískan Í frétt The Ferret segir að fullyrðingar Atla hafi verið bornar undir DV og að svar heimildarmanns þaðan sé að Atli hafi í raun aldrei verið rekinn heldur hafi endurskipulagning fjölmiðilsins í kjölfar nýrra eigenda valdið því að lausapennar ættu ekki lengur greinar í blaðinu. Atli segir í samtali við Vísi að ummæli í fréttinni frá heimildarmanni innan veggja DV komi honum á óvart. „Þetta er svo fjarstæðukennt,“ segir Atli. „Ég vissi ekki fyrr en núna að það hefðu verið einhverjar deilur um að ég hefði verið látinn fara. Það er alveg nýtt fyrir mér. Það er einhver svona póstmódernískur heimur þarna á DV. Þetta er algjört rugl. Þeir segja meira að segja, hann var látinn fara, en ekki rekinn. Rekinn er bara orð, það stendur ekki á neinum uppsagnarbréfum, það þýðir að vera látinn fara. Ég skil ekki af hverju þeir sögðu ekkert sem vit er í. Svo á ég uppsagnarbréf frá Fótspor, Bingi keypti það og okkur var öllum sagt upp.“ Atli er ekki á námslánum enda segist hann hafa haft nægar tekjur af lausamennsku þegar hann flutti út. Hann sé að skoða mál sín nú en að hann telji sig eiga fyrir þeim hluta skólagjaldanna sem stendur útaf. „En hægt og bítandi hefur Björn Ingi eignast fleiri fjölmiðla og það hefur haft töluverð áhrif,“ segir Atli. Í grein The Ferret er greint frá fjölmiðlaumhverfi á Íslandi. Að hér á landi séu lög um frelsi fjölmiðla öfundsverð en að jafnframt stjórnist fjölmiðlun hér á landi af fámennum hópi ríkra einstaklinga sem margir tengist fiskiðnaðinum í landinu. „Það hefur verið ráðist á mig, mér hótað, ég rekinn, mér útskúfað aftur og aftur vegna vinnu minnar,“ segir Atli í greininni. Þar segir jafnframt að Atli hafi unnið að fjölda frétta um pólitísk hneykslismál á Íslandi þar með talið mál sem leiddi til afsagnar ráðherra fyrir þátttöku sína í að koma óorði á hælisleitanda. Ljóst er að þar er um að ræða Lekamálið svokallaða.Jóhann Páll og Jón Bjarki fengu blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun sína um Lekamálið.Vísir/GVAÁtti mikinn þátt í umfjöllun um Lekamálið „Já, þeir Jóhann Páll og Jón Bjarki hafa ítrekað bent á að Reykjavík vikublað var algjörlega lykilatriði í því. Ég hef nú ekki verið mikið að benda á það sjálfur en það er algjörlega þannig að DV og Reykjavík vikublað fjölluðu um það. Þeir hafa alveg viðurkennt það,“ segir Atli aðspurður um þátt sinn í umfjöllun um Lekamálið sem þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon hlutu blaðamannaverðlaun ársins fyrir á síðasta ári. Atli Þór vann fyrir Reykjavík vikublað allt þar til í júlí síðastliðnum þegar Björn Ingi keypti útgáfu blaðsins. „En rétt er að þeir eiga 90 prósent af þessu máli.“ Atli segir að fullyrðingin í fréttinni um þátt hans í umfjöllun um Lekamálið sé ekki röng en að hún sé þó ekki frá honum komin. „Ég sendi þeim bara allskyns upplýsingar um það sem ég hef gert og þetta er það sem þeir hafa tekið út og notað.“ Atli telur sig ekki hafa verið hlunnfarinn þegar kemur að verðlaunaveitingum vegna umfjöllunarinnar.Vildi ekki að fjallað yrði um mál sitt í fjölmiðlum Skóli Atla, Napier í Edinborg, hefur verið einstaklega ósanngjarn að mati Atla auk þess sem honum þykir óeðlilegt að skóli fyrir blaðamenn láti sem þeim sé alveg sama um blaðamenn. Hins vegar virðist vera sem svo að Atli fái að útskrifast eftir allt saman, hann á fyrir náminu en nú standa deilur hans við skólann um það hvort hann fái að klára önnina sem nú stendur yfir á réttum tíma. Vandamálið er að sögn Atla að hann fékk ekki að skila verkefnum vegna brottrekstrarins og því hefur skólinn í raun „skemmt önnina“ fyrir honum. Hann segist ekki hafa viljað fá mál sitt í fjölmiðla en að vinir hans úti í Skotlandi, sem velflestir eru blaðamenn, hafi grátbeðið um að fá að fjalla um málið. Hann hafi viljað eiga við skólann fyrst en svo áttað sig á því að ef þetta væri einhver annar þá myndi hann sjálfur vilja fjalla um málið. „Þetta er algjörlega fáránlegt mál.“ Skoska blaðamannafélagið er ósátt með stöðu Atla þar sem skóli sem Napier ætti að þeirra mati að styðja við unga blaðamenn. Atli vill að gefnu tilefni taka það fram að hann tekur ekki við peningagjöfum, hann geti sjálfur greitt skólagjöldin og eigi fyrir næstum öllum hluta þeirra nú. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Atli Þór Fanndal blaðamaður var rekinn úr mastersnámi í blaðamannaskólanum Napier vegna þess að hann gat ekki greitt skólagjöld haustannar. Hann er ósáttur við viðbrögð skólans en þar sem honum var vikið samstundis úr skólanum gat hann ekki klárað önnina sem nú stendur yfir þrátt fyrir að hafa greitt hana að fullu. Blaðamaðurinn sjálfur segir peningavandræði sín orsakast af sívaxandi fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar, DV og fleiri miðla. Fjallað var um mál Atla í skoska blaðinu The Ferret og gerð ítarleg grein fyrir stöðu Atla, honum lýst sem íslenskum, mjúkmálum [e. softspoken] rannsóknarblaðamanni sem átti þátt í að koma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, af stóli og fjallað um hvernig peningavandræði hans stafi af fækkandi starfsmöguleikum hans hér á landi í kjölfar vendinga á fjölmiðlamarkaði. „Fanndal segir að peningavandamál hans orsakist beinlínis af starfi hans sem rannsóknarblaðamaður. Blaðamaðurinn íslenski skrifaði oft í blaðið DV. En honum var tjáð fyrr á árinu að ekki væri lengur þörf á skrifum hans í blaðið, stuttu eftir að blaðið var keypt af Birni Inga Hrafnssyni, íslenskum fjölmiðlamógúl sem er tengdur forsætisráðherra Íslands. Skrif Fanndals hafa oft verið gagnrýnin á störf forsætisráðherra og Framsóknarflokksins,“ segir í greininni.Greinina má lesa hér í heild sinni.Mikla athygli vakti þegar breytingar voru gerðar á DV á árinu. Björn Ingi var einn kaupenda að blaðinu. Vísir / GVA / ErnirSegir heim DV póstmódernískan Í frétt The Ferret segir að fullyrðingar Atla hafi verið bornar undir DV og að svar heimildarmanns þaðan sé að Atli hafi í raun aldrei verið rekinn heldur hafi endurskipulagning fjölmiðilsins í kjölfar nýrra eigenda valdið því að lausapennar ættu ekki lengur greinar í blaðinu. Atli segir í samtali við Vísi að ummæli í fréttinni frá heimildarmanni innan veggja DV komi honum á óvart. „Þetta er svo fjarstæðukennt,“ segir Atli. „Ég vissi ekki fyrr en núna að það hefðu verið einhverjar deilur um að ég hefði verið látinn fara. Það er alveg nýtt fyrir mér. Það er einhver svona póstmódernískur heimur þarna á DV. Þetta er algjört rugl. Þeir segja meira að segja, hann var látinn fara, en ekki rekinn. Rekinn er bara orð, það stendur ekki á neinum uppsagnarbréfum, það þýðir að vera látinn fara. Ég skil ekki af hverju þeir sögðu ekkert sem vit er í. Svo á ég uppsagnarbréf frá Fótspor, Bingi keypti það og okkur var öllum sagt upp.“ Atli er ekki á námslánum enda segist hann hafa haft nægar tekjur af lausamennsku þegar hann flutti út. Hann sé að skoða mál sín nú en að hann telji sig eiga fyrir þeim hluta skólagjaldanna sem stendur útaf. „En hægt og bítandi hefur Björn Ingi eignast fleiri fjölmiðla og það hefur haft töluverð áhrif,“ segir Atli. Í grein The Ferret er greint frá fjölmiðlaumhverfi á Íslandi. Að hér á landi séu lög um frelsi fjölmiðla öfundsverð en að jafnframt stjórnist fjölmiðlun hér á landi af fámennum hópi ríkra einstaklinga sem margir tengist fiskiðnaðinum í landinu. „Það hefur verið ráðist á mig, mér hótað, ég rekinn, mér útskúfað aftur og aftur vegna vinnu minnar,“ segir Atli í greininni. Þar segir jafnframt að Atli hafi unnið að fjölda frétta um pólitísk hneykslismál á Íslandi þar með talið mál sem leiddi til afsagnar ráðherra fyrir þátttöku sína í að koma óorði á hælisleitanda. Ljóst er að þar er um að ræða Lekamálið svokallaða.Jóhann Páll og Jón Bjarki fengu blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun sína um Lekamálið.Vísir/GVAÁtti mikinn þátt í umfjöllun um Lekamálið „Já, þeir Jóhann Páll og Jón Bjarki hafa ítrekað bent á að Reykjavík vikublað var algjörlega lykilatriði í því. Ég hef nú ekki verið mikið að benda á það sjálfur en það er algjörlega þannig að DV og Reykjavík vikublað fjölluðu um það. Þeir hafa alveg viðurkennt það,“ segir Atli aðspurður um þátt sinn í umfjöllun um Lekamálið sem þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon hlutu blaðamannaverðlaun ársins fyrir á síðasta ári. Atli Þór vann fyrir Reykjavík vikublað allt þar til í júlí síðastliðnum þegar Björn Ingi keypti útgáfu blaðsins. „En rétt er að þeir eiga 90 prósent af þessu máli.“ Atli segir að fullyrðingin í fréttinni um þátt hans í umfjöllun um Lekamálið sé ekki röng en að hún sé þó ekki frá honum komin. „Ég sendi þeim bara allskyns upplýsingar um það sem ég hef gert og þetta er það sem þeir hafa tekið út og notað.“ Atli telur sig ekki hafa verið hlunnfarinn þegar kemur að verðlaunaveitingum vegna umfjöllunarinnar.Vildi ekki að fjallað yrði um mál sitt í fjölmiðlum Skóli Atla, Napier í Edinborg, hefur verið einstaklega ósanngjarn að mati Atla auk þess sem honum þykir óeðlilegt að skóli fyrir blaðamenn láti sem þeim sé alveg sama um blaðamenn. Hins vegar virðist vera sem svo að Atli fái að útskrifast eftir allt saman, hann á fyrir náminu en nú standa deilur hans við skólann um það hvort hann fái að klára önnina sem nú stendur yfir á réttum tíma. Vandamálið er að sögn Atla að hann fékk ekki að skila verkefnum vegna brottrekstrarins og því hefur skólinn í raun „skemmt önnina“ fyrir honum. Hann segist ekki hafa viljað fá mál sitt í fjölmiðla en að vinir hans úti í Skotlandi, sem velflestir eru blaðamenn, hafi grátbeðið um að fá að fjalla um málið. Hann hafi viljað eiga við skólann fyrst en svo áttað sig á því að ef þetta væri einhver annar þá myndi hann sjálfur vilja fjalla um málið. „Þetta er algjörlega fáránlegt mál.“ Skoska blaðamannafélagið er ósátt með stöðu Atla þar sem skóli sem Napier ætti að þeirra mati að styðja við unga blaðamenn. Atli vill að gefnu tilefni taka það fram að hann tekur ekki við peningagjöfum, hann geti sjálfur greitt skólagjöldin og eigi fyrir næstum öllum hluta þeirra nú.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira