Fleiri ökutækjum en reiðhjólum stolið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hjól í óskilum Lögreglan leggur hald á fjöldann allan af hjólum sem fara á uppboð. Fréttablaðið/Arnþór „Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira