Fleiri fréttir

Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu

Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær.

Dæmi um að menn búi í Gistiskýlinu í áratugi

Fólki hefur verið vísað burt frá Gistiskýlinu undanfarnar vikur vegna plássleysis. Forstöðumaðurinn segir vandann meðal annars liggja í því að margir nýti sér neyðarathvarfið sem búsetuúrræði og finna þurfi betri meðferðarúrræði fyrir pólskumælandi menn sem eru stór hópur í skýlinu.

Ólöf Nordal óákveðin um framtíð sína

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, útilokar ekki að hún gefi kost á sér til þess að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á ný. Hún segir að ákvörðunin ráðist af því hvort hún ætli að gefa kost á sér til Alþingis á ný.

Ólíklegt að geislafræðingar dragi uppsagnir til baka

Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka gat það ekki þar sem búið var að ráða í hennar stöðu. Formaður félags geislafræðinga telur ólíklegt að þeir 25 geislafræðingar sem sögðu upp muni draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir niðurstöðu gerðardóms.

Úr sófanum og yfir Ermarsund

Sigrún Þ. Geirsdóttir synti fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsund í síðustu viku en hún byrjaði að hreyfa sig fyrir sjö árum.

Tsipras vill að þingið samþykki stuðningsyfirlýsingu

Gríska þingið samþykkti í fyrrinótt, eftir sólarhrings umræður, þriðju fjárhagsaðstoðina frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópska seðlabankanum. Nærri þriðjungur stjórnarflokksins var andvígur.

Vafasamt að tengja saman fiskneyslu og geðheilbrigði

Frekari rannsókna er þörf áður en hægt er að fullyrða um ágæti Omega-3 fitusýra sem forvörn gegn geðsjúkdómum. Áður hafa verið bundnar vonir við Omega-3 í baráttu við sjúkdóma sem ekki hafa reynst á rökum reistar.

Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur

Þingmaður Bjartrar framtíðar segir það hróplegt óréttlæti að fangar þurfi að flytjast búferlum til að ljúka afplánun utan fangelsis. Formaður allsherjarnefndar segir heildarendurskoðun málaflokksins nauðsynlega.

Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir

Tónlistarskólar í Reykjavík geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Óljóst er hvort skólarnir geti starfað áfram. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri tónlistarskóla. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun.

Umhverfismat háð annmörkum

Skipulagsstofnun telur umhverfismatsferli Landsnets varðandi Blöndulínu 3 ófullnægjandi. Landsnet hafi ekki skoðað jarðstrengi þrátt fyrir óskir þess efnis. Telur sig ekki geta afturkallað fyrri ákvörðun sína.

Sjá næstu 50 fréttir