Fleiri fréttir

Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt

Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu.

Skurðlæknar hefja verkfallsaðgerðir

Boðað hefur verið til samningafundar ríkisins og Læknafélags Íslands hjá ríkissáttasemjara í dag og skurðlæknar hafa verið boðaðir til fundar á morgun, en verkfall þeirra hófst í morgun og verður í þrjá daga.

Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu í Ferguson

Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur sett þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu því á næstu dögum er von á ákvörðun kviðdóms í máli lögreglumanns sem skaut átján ára gamlan pilt til bana í bænum Ferguson.

Tvær bílveltur í Húnavatnssýslu

Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar bíll hans valt heila veltu út af veginum við Reyðarlæk í Vestur- Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga, en bíllinn er stórskemmdur. Fyrr í gær slösuðust tveir menn þegar bíll þeirra valt vestan við Vatnsdalshóla, en fréttastofu er ekki kunnugt um hversu alvarlega þeir meiddust.

Bíll brann á Holtavegi

Bíll gjöreyðilagðist í eldi þar sem hann stóð mannlaus á bílastæði við Holtaveg í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Kallað var á slökkvilið sem slökkti eldinn en nálæg hús og bílar voru ekki í hættu, að sögn slökkviliðsins. Eldsukpptök eru ókunn og fer lögregla með rannsókn málsins.

Fann kjötafganga í fjöru

Hjón á heilsubótargöngu gengu fram á kjötafganga í friðlandinu við Varmárósa í Mosfellsbæ.

Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna

„Mér finnst alltaf skrýtið þegar stöður eru ekki auglýstar hvort sem þær eru tímabundnar eða ekki,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn

Fundur milli samninganefndar Læknafélagsins og ríkisins verður haldinn klukkan fjögur. Litlar líkur á að ný spil verði lögð á borðið á fundinum.

Upp undir 80 prósent hafa stundað vinnu í veikindum

Ungt fólk er líklegra til þess að mæta veikt í vinnuna en þeir sem eldri eru, að því er sjá má í kjarakönnun BHM. Margir vinna heima í eigin veikindum og/eða veikindum barna sinna. Fáir mæta þó með veikt barn í vinnuna.

Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar

"Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði.

Tugmilljónir manna lifa í ánauð

Þrælahald í ýmsum myndum er stundað í öllum löndum heims. Samkvæmt nýrri skýrslu er talið að um 36 milljónir manna búi enn þann dag í dag við ánauð.

Lækkun olíuverðs skilar sér ekki til íslenskra neytenda

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár en þessi lækkun virðist ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda. Framkvæmdastjóri FÍB segir að svo virðist sem hún hafi runnið í vasa hluthafa olíufélaganna.

300 fyrirburar fæðast árlega

Hópur fólks kom saman í kvöld við upplýstann Höfða í Reykjavík í kvöld í fjólubláu ljósi en Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura. Í fyrra létust tíu börn undir 5 ára á Íslandi og mátti í 40 prósent tilvika rekja dánarorsök til ótímabærrar fæðingar.

Lögregla leitar manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Wael Mohammed Lewizy, fæddum 4. apríl 1977, ríkisborgara Egyptalands.

Börn þurfa að bíða í 8 mánuði eftir hjálp

Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn alkóhólista nær ekki að anna eftirspurn. Um 70 börn eru á biðlista, og biðin í dag um átta mánuðir. Í ljósi erlendra rannsókna eru 20.000 börn á Íslandi sem lifa við óhóflega neyslu foreldra eða systkina sinna.

Aðgerðum við Garðsveg lokið

Veginum á milli Keflavíkur og Garðs hefur verið lokað af lögreglunni á Suðurnesjunum nærri afleggjaranum í Helguvík.

Sjá næstu 50 fréttir