Upp undir 80 prósent hafa stundað vinnu í veikindum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Þetta fólk beið nýverið eftir því að fá að hitta lækni á læknavaktinni á Smáratorgi í Kópavogi. Könnun BHM leiðir í ljós að yngra fólk er líklegra til að harka af sér veikindi í vinnu en þeir sem eldri eru. Fréttablaðið/Stefán Nærri sex af hverjum tíu undir þrjátíu og fimm ára aldri hafa mætt veikir í vinnu síðastliðna 12 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri kjarakönnun Bandalags háskólamanna (BHM). Þar kemur jafnframt fram að hátt hlutfall aðspurðra, upp undir 80 prósent, hafi annaðhvort mætt í vinnu eða unnið heima, hvort heldur er í eigin veikindum eða veikindum barns. „Einhverra hluta vegna er mjög sterk fylgni við aldur,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, en hún kynnir niðurstöðurnar á morgunverðarfundi BHM um veikindavinnu í dag. Hún segir hins vegar óvíst af hverju líklegra sé að þeir sem yngri eru vinni fremur í veikindum. Mögulega gæti verið um að ræða hærri tíðni veikinda, mismunandi skilgreiningar á því að vera veikur og svo gæti hærri tíðni líka tengst veikindum barna í meira mæli en hjá eldri hópum.Í greiningu á niðurstöðunum kemur hins vegar fram að í sjö aldursflokkum af níu eru konur líklegri til að mæta veikar til vinnu en karlar. Í raun er það bara undir þrítugu þar sem karlar mæta fremur veikir (59 prósent á móti 53 prósentum kvenna) og á aldursbilinu 50 til 54 ára (41 prósent á móti 37 prósentum). Í öðrum aldursflokkum upp að sextugu eru konur að jafnaði umtalsvert líklegri til að mæta veikar. Guðlaug segir samanburð á milli landa dálítið erfiðan því uppbygging vinnumarkaðar kunni að vera ólík eftir löndum. Tölur um mætingu á vinnustað í veikindum virðist þó ekki langt frá því sem gerist að jafnaði í Evrópusambandslöndunum. Þar sé jafnaðartalan um 40 prósent, en er 44,3 prósent í könnun BHM.Guðlaug Kristjánsdóttir„Svo er þetta allt upp í 80 prósent á Norðurlöndunum og það er í rauninni þessi tala sem við fáum þegar horft er á sveigjanlegu vinnuna, að vinna heiman frá sér.“ Að auki segir Guðlaug svo fleiri þætti geta spilað inn í. Til dæmis benti Jónína Waagfjörð, deildarstjóri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, á það á fundi BHM, að dæmi væru um að fyrirtæki greiddu háa bónusa til þeirra sem væru til dæmis undir sex veikindadögum á ári. „Þarna er kominn ákveðinn hvati, því þeir sem fara yfir þessa tölu fá ekkert.“ Í kjarakönnun BHM koma svo fram fleiri áhugaverðir hlutir, að mati Guðlaugar. Þannig megi sjá að þeir sem mæti veikir til vinnu séu að jafnaði óánægðari í starfi en þeir sem ekki geri það. Þá kemur fram að þessi hópur sé að jafnaði óánægðari með laun sín. Um leið kemur fram að þeir sem hafa mannaforráð og þeir sem bera fjárhagslega ábyrgð í vinnu sinni mæti fremur veikir til vinnu. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Nærri sex af hverjum tíu undir þrjátíu og fimm ára aldri hafa mætt veikir í vinnu síðastliðna 12 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri kjarakönnun Bandalags háskólamanna (BHM). Þar kemur jafnframt fram að hátt hlutfall aðspurðra, upp undir 80 prósent, hafi annaðhvort mætt í vinnu eða unnið heima, hvort heldur er í eigin veikindum eða veikindum barns. „Einhverra hluta vegna er mjög sterk fylgni við aldur,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, en hún kynnir niðurstöðurnar á morgunverðarfundi BHM um veikindavinnu í dag. Hún segir hins vegar óvíst af hverju líklegra sé að þeir sem yngri eru vinni fremur í veikindum. Mögulega gæti verið um að ræða hærri tíðni veikinda, mismunandi skilgreiningar á því að vera veikur og svo gæti hærri tíðni líka tengst veikindum barna í meira mæli en hjá eldri hópum.Í greiningu á niðurstöðunum kemur hins vegar fram að í sjö aldursflokkum af níu eru konur líklegri til að mæta veikar til vinnu en karlar. Í raun er það bara undir þrítugu þar sem karlar mæta fremur veikir (59 prósent á móti 53 prósentum kvenna) og á aldursbilinu 50 til 54 ára (41 prósent á móti 37 prósentum). Í öðrum aldursflokkum upp að sextugu eru konur að jafnaði umtalsvert líklegri til að mæta veikar. Guðlaug segir samanburð á milli landa dálítið erfiðan því uppbygging vinnumarkaðar kunni að vera ólík eftir löndum. Tölur um mætingu á vinnustað í veikindum virðist þó ekki langt frá því sem gerist að jafnaði í Evrópusambandslöndunum. Þar sé jafnaðartalan um 40 prósent, en er 44,3 prósent í könnun BHM.Guðlaug Kristjánsdóttir„Svo er þetta allt upp í 80 prósent á Norðurlöndunum og það er í rauninni þessi tala sem við fáum þegar horft er á sveigjanlegu vinnuna, að vinna heiman frá sér.“ Að auki segir Guðlaug svo fleiri þætti geta spilað inn í. Til dæmis benti Jónína Waagfjörð, deildarstjóri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, á það á fundi BHM, að dæmi væru um að fyrirtæki greiddu háa bónusa til þeirra sem væru til dæmis undir sex veikindadögum á ári. „Þarna er kominn ákveðinn hvati, því þeir sem fara yfir þessa tölu fá ekkert.“ Í kjarakönnun BHM koma svo fram fleiri áhugaverðir hlutir, að mati Guðlaugar. Þannig megi sjá að þeir sem mæti veikir til vinnu séu að jafnaði óánægðari í starfi en þeir sem ekki geri það. Þá kemur fram að þessi hópur sé að jafnaði óánægðari með laun sín. Um leið kemur fram að þeir sem hafa mannaforráð og þeir sem bera fjárhagslega ábyrgð í vinnu sinni mæti fremur veikir til vinnu.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði