Fleiri fréttir

Norðmenn gefast upp á loðnunni

Áhöfn á enn einu norsku loðnuskipi, gafst upp í nótt og hélt heim á leið til Noregs, án þess að hafa fengið nokkurn afla á Íslandsmiðum, en áður voru tvö sikip hætt af sömu sökum.

Mublur úr minjum hörmungarsvæða

"Verkefnið snýst um að vinna listaverk/húsgögn með því að endurnýta sögulegar minjar hvar sem er í heiminum,“ segir í erindi listamannsins Jóhanns Sigmarssonar þar sem hann óska eftir einnar milljóna króna styrk frá Faxaflóahöfnum til að vinna listaverk og húsgögn úr sögulegum minjum.

Tveir rútubílstjórar fórust í Noregi

Þrír fórust og tveir eru alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur flutningabílls, með íslenskan ökumann við stýrið, og rútu í Sokna í Noregi. Tveir rútubílstjórar fórust en annar þeirra var farþegi rútunnar.

Haldið sem þrælum í Danmörku

Tveir karlar og ein kona frá Austur-Evrópu hafa verið ákærð í Danmörku fyrir að hafa haldið níu Rúmenum um sex ára skeið sem þrælum. Samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins voru Rúmenarnir neyddir til að búa í köldum bílskúr án almennilegrar snyrtingar á Norður-Sjálandi og látnir stunda ræstingastörf í allt að 20 klukkustundir á sólarhring.

Allnokkrar ábendingar borist

"Það hafa komið allnokkrar ábendingar sem verður unnið úr í framhaldinu,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn.

"Allir ættu að læra táknmál"

Þó þeir sem eigi táknmál að móðurmáli séu ekki ýkja margir hér á landi, býr um helmingur þjóðarinnar við einhverskonar heyrnaskerðingu. Því ættu allir að læra táknmál, segir Margrét Gígja Þórðardóttir, en dagur íslenska táknmálsins er í dag.

„Við erum búin að fá nóg“

Við núverandi kerfi á innflutningstollum verður ekki unað, segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Landsmenn greiða til að mynda fimmfalt hærri skatt á innfluttum frönskum kartöflum en á öðrum sambærilegum vörum, þó svo að sú litla framleiðsla á frönskum hér á landi sé að mestum hluta úr erlendu hráefni.

Fordómar leynast víða í námsefni

Það er ekki einsdæmi að námsbækur sem innihalda úreltar upplýsingar séu í umferð í grunnskólum og ekkert eftirlit er með slíku.

Ekki var talið nauðsynlegt að salta veginn

Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Noregi var gríðarlega hálka á veginum þar sem þrír létust í bílslysi seint í gærkvöldi. Norska vegagerðin tók þá ákvörðun fyrr um kvöldið að salta ekki veginn.

Búist við norðaustan stormi

Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi má bera ráð fyrir norðaustan stormi allt að 18-23 metrum á sekúndu í dag.

„Þessi hækkun er alveg glórulaus“

Pétur Sigurgunnarsson hefur glímt við kæfisvefn í 13 ár og sefur hann allar nætur með sérstaka kæfisvefnsgrímu. Kostnaður sjúklingsins af hjálpatækinu hefur hækkað um 77%.

Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum.

Ekki betra að taka mikið lýsi

Rannsókn á áhrifum Ómega þrjú fitusýrum á gáttatif, sýnir fram á að of mikil inntaka af lýsi sé ekki betri en of lítil.

Viðvörun vegna svifryksmengunar - Fólk ætti að halda sig inni

"Viðvaranir eru sendar út ef mælistöðvarnar mæla svifryk yfir heilsuverndarmörkum. Það þýðir fyrst og fremst að þeir sem eru viðkvæmir fyrir, til dæmis með astma eða öndunarfærasjúkdóma ættu að halda sig inni,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.

Töluverð hækkun á heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ.

„Þetta er óhuggulegt“

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, ætlar að kanna hvort hægt sé að koma upp öryggismyndavélakerfi á skólalóðinni. Síðustu vikur hefur þrívegis verið reynt að tæla börn upp í bíl í grennd við skólann.

Þriðji aðili með upplýsingar um gjaldþrot

Marinó G. Njálsson sagði sögu manns í Bítinu á Bylgjunni í morgun, sem hafði verið vísað frá banka vegna þess að hann væri á afskriftarlista eftir gjaldþrot.

Glitrandi draumar á Vetrarhátíð

Glitrandi draumar er ljósalistaverk eftir leikskólabörnin á Drafnarsteini. Tréð á Bláa róló var í aðalhlutverki í dag en listamennirnir skreyttu það með glitrandi hugmyndum sínum og draumum.

Kona reyndi að tæla barn upp í bíl

Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem fullorðinn einstaklingur gerir tilraun til þess að tæla unga nemendur við Laugarnesskóla upp í bíl til sín.

Sjá næstu 50 fréttir