Í myndasögunni situr Eineygði kötturinn kisi, hugarfóstur Hugleiks Dagssonar, að hafa það notalegt. Í næsta ramma bankar maður í jakkafötum á dyrnar sem heldur á skjalatösku merkt Ríkisskattstjóra. Man þá kötturinn eftir framtalinu sem hann átti eftir að skila. Í stað þess að finna framtalið þá finnur hann í staðinn skammbyssu. Hann stingur byssuhlaupinu upp í munninn á sér og hleypir af. Í lokaramma myndasögunnar er kötturinn orðinn að engli.
„Með þessu er beinlínis verið að segja að ef aðili skuldar þá sé sjálfsvíg besta lausnin. Þá verði allt betra.“ segir Daníel Logi.
Í kjölfar greinar sem Vísir birti í gær varðandi námsefni barna í öðrum bekk hafa borist fjölmargar ábendingar um námsefni sem að fólk telur vafasamt.
Hefur þú ábendingar um vafasamt námsefni í íslensku skólakerfi? Sendu þá póst á ritstjorn[hja]visir.is.
