Fegin því að skólagjöld séu ekki í pípunum Jóhannes Stefánsson skrifar 11. febrúar 2014 19:15 María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, er andvíg hugmyndum um innheimtu skólagjalda Samsett/Arnþór/Anton María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir suma nemendur hafa áhyggjur vegna umræðu sem er komin af stað um möguleika þess að innheimta skólagjöld fyrir háskólanám. „Við erum búin að fá nemendur inn á skrifstofu hjá okkur sem hafa miklar áhyggjur af þessari umræðu sem er komin í gang um mögulega innheimtu skólagjalda," segir María Rut. Hún tekur þó fram að hún skilji að umræða sé um málið en mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að engin merki séu um að það standi til að hefja innheimtu skólagjalda. „Okkur finnst þessi umræða faktískt nokkuð furðuleg. Þetta er ekki á teikniborðinu hjá stjórnvöldum," segir María.Hafa áhyggjur af lánagetu LÍN María segir Stúdentaráð hafa miklar efasemdir um að LÍN gæti staðið undir stórauknum fjölda fólks sem þyrfti að fá lánað fyrir skólagjöldum. „Hefur lánasjóðurinn bolmagn til að taka á móti 14.000 skólagjaldalánum í viðbót?“ spyr María. Aðspurð hvort tekjur háskólanna af innheimtu skólagjalda myndu ekki vega upp á móti aukinni eftirspurn eftir skólagjaldalánum LÍN segir María það vera óvíst. Hún segir þó að fjármögnun bæði háskólanna og lánasjóðsins séu á könnu ríkissjóðs og að mögulega væri bara um tilfærslur fjármuna úr einum vasa í annan að ræða. „Enn og aftur er þó verið að seilast í vasa stúdenta. Ef það á að breyta kerfinu á svona drastískan hátt þarf að skoða það í heild sinni. Eins og staðan er í dag er ekki til neitt stoðkerfi fyrir nemendur. Ef þér verður á í messunni og þú fellur í áfanga og nærð ekki tilskyldum einingaviðmiðum er engan stuðning að fá," segir María og bætir við: „Á meðan staðan er eins og hún er í dag ætti þetta ekki einusinni að vera til umræðu."Jafn réttur til námsvegur þyngst María telur einsýnt að skólagjöld myndu vera hindrun fyrir einstaklinga sem koma ekki frá efnamiklu baklandi og hafa þar af leiðandi ekki jöfn tækifæri til náms. Mikilvægast af öllu sé að tryggja jafnan rétt fólks til náms og tryggja þurfi að aðgangshindranir að námi séu sem allra minnstar. Spurð að því hvort sá réttur ætti ekki að ná jafnt yfir ólíkar námsgreinar, eins og til að mynda á milli þeirra sem kjósa að læra tannlæknisfræði og þeirra sem vilja læra að fljúga segir María: „Ég veit það ekki, ég hef enga beina skoðun á þessu. Það er hægt að velta því upp þannig. Það má alltaf setja spurningamerki við það sem má betur fara. Frekar þyrfti þá að gera flugnámið aðgengilegra," segir María Rut Kristinsdóttir að lokum.Flestir eru hlynntir skólagjöldumÍ hluta könnunar sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráðs Íslands kemur í ljós að rúmur helmingur er hlynntur því að háskólarnir verði fjármagnaðir að hluta með beinum greiðslum þeirra sem sækja námið. Um er að ræða niðurstöður sem eru hluti af stærri könnun sem Viðskiptaráð lét gera og verður kynnt á Viðskiptaþingi sem fer fram á Nordica á morgun. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Meirihluti vill gjöld í háskóla 51 prósent svarenda í könnun Viðskiptaráðs er hlynnt upptöku skólagjalda í háskólum. Formaður Stúdentaráðs segir skólagjöld ósýnilega hindrun og að ekki megi vega að jöfnu aðgengi allra að háskólanámi. 11. febrúar 2014 09:51 Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Viðskiptaráð Íslands telur marga kosti felast í innheimtu skólagjalda en Stúdentaráð HÍ leggst gegn hugmyndinni. 9. febrúar 2014 21:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir suma nemendur hafa áhyggjur vegna umræðu sem er komin af stað um möguleika þess að innheimta skólagjöld fyrir háskólanám. „Við erum búin að fá nemendur inn á skrifstofu hjá okkur sem hafa miklar áhyggjur af þessari umræðu sem er komin í gang um mögulega innheimtu skólagjalda," segir María Rut. Hún tekur þó fram að hún skilji að umræða sé um málið en mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að engin merki séu um að það standi til að hefja innheimtu skólagjalda. „Okkur finnst þessi umræða faktískt nokkuð furðuleg. Þetta er ekki á teikniborðinu hjá stjórnvöldum," segir María.Hafa áhyggjur af lánagetu LÍN María segir Stúdentaráð hafa miklar efasemdir um að LÍN gæti staðið undir stórauknum fjölda fólks sem þyrfti að fá lánað fyrir skólagjöldum. „Hefur lánasjóðurinn bolmagn til að taka á móti 14.000 skólagjaldalánum í viðbót?“ spyr María. Aðspurð hvort tekjur háskólanna af innheimtu skólagjalda myndu ekki vega upp á móti aukinni eftirspurn eftir skólagjaldalánum LÍN segir María það vera óvíst. Hún segir þó að fjármögnun bæði háskólanna og lánasjóðsins séu á könnu ríkissjóðs og að mögulega væri bara um tilfærslur fjármuna úr einum vasa í annan að ræða. „Enn og aftur er þó verið að seilast í vasa stúdenta. Ef það á að breyta kerfinu á svona drastískan hátt þarf að skoða það í heild sinni. Eins og staðan er í dag er ekki til neitt stoðkerfi fyrir nemendur. Ef þér verður á í messunni og þú fellur í áfanga og nærð ekki tilskyldum einingaviðmiðum er engan stuðning að fá," segir María og bætir við: „Á meðan staðan er eins og hún er í dag ætti þetta ekki einusinni að vera til umræðu."Jafn réttur til námsvegur þyngst María telur einsýnt að skólagjöld myndu vera hindrun fyrir einstaklinga sem koma ekki frá efnamiklu baklandi og hafa þar af leiðandi ekki jöfn tækifæri til náms. Mikilvægast af öllu sé að tryggja jafnan rétt fólks til náms og tryggja þurfi að aðgangshindranir að námi séu sem allra minnstar. Spurð að því hvort sá réttur ætti ekki að ná jafnt yfir ólíkar námsgreinar, eins og til að mynda á milli þeirra sem kjósa að læra tannlæknisfræði og þeirra sem vilja læra að fljúga segir María: „Ég veit það ekki, ég hef enga beina skoðun á þessu. Það er hægt að velta því upp þannig. Það má alltaf setja spurningamerki við það sem má betur fara. Frekar þyrfti þá að gera flugnámið aðgengilegra," segir María Rut Kristinsdóttir að lokum.Flestir eru hlynntir skólagjöldumÍ hluta könnunar sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráðs Íslands kemur í ljós að rúmur helmingur er hlynntur því að háskólarnir verði fjármagnaðir að hluta með beinum greiðslum þeirra sem sækja námið. Um er að ræða niðurstöður sem eru hluti af stærri könnun sem Viðskiptaráð lét gera og verður kynnt á Viðskiptaþingi sem fer fram á Nordica á morgun. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Meirihluti vill gjöld í háskóla 51 prósent svarenda í könnun Viðskiptaráðs er hlynnt upptöku skólagjalda í háskólum. Formaður Stúdentaráðs segir skólagjöld ósýnilega hindrun og að ekki megi vega að jöfnu aðgengi allra að háskólanámi. 11. febrúar 2014 09:51 Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Viðskiptaráð Íslands telur marga kosti felast í innheimtu skólagjalda en Stúdentaráð HÍ leggst gegn hugmyndinni. 9. febrúar 2014 21:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Meirihluti vill gjöld í háskóla 51 prósent svarenda í könnun Viðskiptaráðs er hlynnt upptöku skólagjalda í háskólum. Formaður Stúdentaráðs segir skólagjöld ósýnilega hindrun og að ekki megi vega að jöfnu aðgengi allra að háskólanámi. 11. febrúar 2014 09:51
Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Viðskiptaráð Íslands telur marga kosti felast í innheimtu skólagjalda en Stúdentaráð HÍ leggst gegn hugmyndinni. 9. febrúar 2014 21:00